Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2015 12:41 Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Birnir Sær Björnsson, verðbréfamiðlari hjá bankanum, áttu í miklum samskiptu í upphafi árs 2008. vísir Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. Þetta sýna gögn sérstaks saksóknara í markaðsmisnotkunarmáli bankans en aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings og einn ákærðu, situr fyrir svörum saksóknara sem ber undir hann fjölda af gögnum, meðal annars og símtöl og tölvupósta frá ákærutímabilinu.„Landsinn er að hamra okkur niður í 717” Í símtali Birnis við yfirmann sinn, Einar Pálma Sigmundsson, um miðjan janúar 2008 segir hann að „Landsinn” sé „að hamra okkur niður í 717.” Einar Pálmi: „Já, þá verðum við bara að taka á móti því, er það ekki bara?” Birnir: „Jú, ég meina það er búið sko.” Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Birni hvað hann ætti við með því að Landsinn sé að hamra. „Mér finnst líklegt að Lansdbankinn hafi verið að selja hlutabréf í Kaupþingi.” „Lækkuðu þá bréfin í gengið 717?” „Já, eflaust.” Aðspurður hvað Einar hafi þá átt við með orðalaginu að taka á móti sagði Birnir það lýsa kaupvilja; að hann ætti að vera tilbúinn að kaupa á þessu verði. Setti inn fjögur kauptilboð í einu lokunaruppboði. Þremur vikum seinna sendir Birnir tölvupóst til Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, og notar sama orðalag: „Það eru allir að hamra á okkur.” Saksóknari bað hann um að útskýra þessi samskipti: „Ég er að tala um Kaupþing og að það sé verið að selja inn á stokkinn af mismunandi aðilum. Ég er að gefa honum upplýsingar um það.” Orðalagið „að hamra” vísaði í sölu. Þennan sama dag átti Birnir svo 98% af öllum lokunaruppboðum í hlutabréf Kaupþings. Setti hann inn fjögur kauptilboð, hvert upp á 50.000 hluti, á genginu 7,23. Aðspurður hvort að það hafi verið samkvæmt fyrirmælum sagði hann það vera líklegt.Átti „að tutla bankadruslunni” yfir par Ingólfur og Birnir áttu í miklum samskiptum í upphafi árs 2008. Í símtali frá því í febrúar ræða þeir um „bankadrusluna.” Birnir: „Viltu loka á þessu pari eða [...]?” Ingólfur: „Ehhh, bankadruslunni?” Birnir: „Já.” Ingólfur: „Tutlum henni yfir par.” Saksóknari spurði hvað það þýddi að loka á pari. Sagði Birnir par þýða óbreytt verð frá því við lokun deginum áður. Þeir Ingólfur hafi verið að ræða hvort kaupa ætti bréf sem voru til sölu. Hann var svo spurður hvaða „bankadruslu” þeir hafi verið að tala um: „Mig rekur ekki minni til þess hvaða banki fékk viðurnefnið bankadruslan.” Allir kúnnar á Íslandi „bara dauðir?” Áður hafði saksóknari spilað símtal frá því fyrr í febrúar þar sem Birnir ræðir við annan starfsmann Kaupþings um stöðuna á mörkuðum. Í símtalinu spyr Birnir samstarfsmann sinn hvort að allir kúnnar á Íslandi séu “bara dauðir”. Starfsmaðurinn svarar því þá til að þeir sem séu ekki dauðir þori ekki inn. Skömmu síðar segir svo Birnir: „Ég meina, þú veist. Það er engin ástæða til að vera að kaupa þessa banka með hérna... þegar þeir geta ekki fund-að sig og útlönd eru í ruglinu sko. Þá heldur það bara áfram.” Björn saksóknari spurði í þessu samhengi út í það hvaða viðskiptalegu forsendur hafi legið að baki því að kaupa hlutabréf í Kaupþingi. „Þarna er ég að tala um banka sem gátu ekki fund-að sig. Kaupþing var að gera kynngimagnaða hluti í fjármögnun.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Magnús mætti í fylgd fangavarða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 24. apríl 2015 11:03 Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. Þetta sýna gögn sérstaks saksóknara í markaðsmisnotkunarmáli bankans en aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings og einn ákærðu, situr fyrir svörum saksóknara sem ber undir hann fjölda af gögnum, meðal annars og símtöl og tölvupósta frá ákærutímabilinu.„Landsinn er að hamra okkur niður í 717” Í símtali Birnis við yfirmann sinn, Einar Pálma Sigmundsson, um miðjan janúar 2008 segir hann að „Landsinn” sé „að hamra okkur niður í 717.” Einar Pálmi: „Já, þá verðum við bara að taka á móti því, er það ekki bara?” Birnir: „Jú, ég meina það er búið sko.” Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Birni hvað hann ætti við með því að Landsinn sé að hamra. „Mér finnst líklegt að Lansdbankinn hafi verið að selja hlutabréf í Kaupþingi.” „Lækkuðu þá bréfin í gengið 717?” „Já, eflaust.” Aðspurður hvað Einar hafi þá átt við með orðalaginu að taka á móti sagði Birnir það lýsa kaupvilja; að hann ætti að vera tilbúinn að kaupa á þessu verði. Setti inn fjögur kauptilboð í einu lokunaruppboði. Þremur vikum seinna sendir Birnir tölvupóst til Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, og notar sama orðalag: „Það eru allir að hamra á okkur.” Saksóknari bað hann um að útskýra þessi samskipti: „Ég er að tala um Kaupþing og að það sé verið að selja inn á stokkinn af mismunandi aðilum. Ég er að gefa honum upplýsingar um það.” Orðalagið „að hamra” vísaði í sölu. Þennan sama dag átti Birnir svo 98% af öllum lokunaruppboðum í hlutabréf Kaupþings. Setti hann inn fjögur kauptilboð, hvert upp á 50.000 hluti, á genginu 7,23. Aðspurður hvort að það hafi verið samkvæmt fyrirmælum sagði hann það vera líklegt.Átti „að tutla bankadruslunni” yfir par Ingólfur og Birnir áttu í miklum samskiptum í upphafi árs 2008. Í símtali frá því í febrúar ræða þeir um „bankadrusluna.” Birnir: „Viltu loka á þessu pari eða [...]?” Ingólfur: „Ehhh, bankadruslunni?” Birnir: „Já.” Ingólfur: „Tutlum henni yfir par.” Saksóknari spurði hvað það þýddi að loka á pari. Sagði Birnir par þýða óbreytt verð frá því við lokun deginum áður. Þeir Ingólfur hafi verið að ræða hvort kaupa ætti bréf sem voru til sölu. Hann var svo spurður hvaða „bankadruslu” þeir hafi verið að tala um: „Mig rekur ekki minni til þess hvaða banki fékk viðurnefnið bankadruslan.” Allir kúnnar á Íslandi „bara dauðir?” Áður hafði saksóknari spilað símtal frá því fyrr í febrúar þar sem Birnir ræðir við annan starfsmann Kaupþings um stöðuna á mörkuðum. Í símtalinu spyr Birnir samstarfsmann sinn hvort að allir kúnnar á Íslandi séu “bara dauðir”. Starfsmaðurinn svarar því þá til að þeir sem séu ekki dauðir þori ekki inn. Skömmu síðar segir svo Birnir: „Ég meina, þú veist. Það er engin ástæða til að vera að kaupa þessa banka með hérna... þegar þeir geta ekki fund-að sig og útlönd eru í ruglinu sko. Þá heldur það bara áfram.” Björn saksóknari spurði í þessu samhengi út í það hvaða viðskiptalegu forsendur hafi legið að baki því að kaupa hlutabréf í Kaupþingi. „Þarna er ég að tala um banka sem gátu ekki fund-að sig. Kaupþing var að gera kynngimagnaða hluti í fjármögnun.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Magnús mætti í fylgd fangavarða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 24. apríl 2015 11:03 Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01
Magnús mætti í fylgd fangavarða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 24. apríl 2015 11:03