Hraðlest nær 600 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2015 10:22 Háhraðalest sem svífur á seglum setti nýtt hraðamet í Japan í vikunni. Aldrei hefur lest náð viðlíkum hraða áður, en hún fór á 603 km hraða við prófanir. Þessi lest mun tengja saman borgirnar Tókýó og Nagoya, en verður ekki tilbúin fyrr en árið 2027. Það tekur um 5 klukkutíma að aka á milli þessara borga á bíl, en lestin mun geta farið leiðina á 40 mínútum og vart væri hægt að komast á skemmri tíma í flugi. Þegar lestin hraðskreiða náði þessum ógnarhraða hélt hún honum í 10 sekúndur, en á þeim skamma tíma fór hún eina mílu, eða um 1,6 kílómetra. Í Kína er einnig að finna háhraðalestir sem svífa á seglum og þar í landi má finna hraðaskreiðustu lest heims sem er í fullri notkun. Hún nær 431 km hraða nálægt borginni Sjanghæ. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent
Háhraðalest sem svífur á seglum setti nýtt hraðamet í Japan í vikunni. Aldrei hefur lest náð viðlíkum hraða áður, en hún fór á 603 km hraða við prófanir. Þessi lest mun tengja saman borgirnar Tókýó og Nagoya, en verður ekki tilbúin fyrr en árið 2027. Það tekur um 5 klukkutíma að aka á milli þessara borga á bíl, en lestin mun geta farið leiðina á 40 mínútum og vart væri hægt að komast á skemmri tíma í flugi. Þegar lestin hraðskreiða náði þessum ógnarhraða hélt hún honum í 10 sekúndur, en á þeim skamma tíma fór hún eina mílu, eða um 1,6 kílómetra. Í Kína er einnig að finna háhraðalestir sem svífa á seglum og þar í landi má finna hraðaskreiðustu lest heims sem er í fullri notkun. Hún nær 431 km hraða nálægt borginni Sjanghæ.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent