Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 28-34 | ÍR komið í lykilstöðu Ingvi Þór Sæmundsson í N1-höllinni að Varmá skrifar 21. apríl 2015 16:18 Úr leik liðanna fyrr í vetur. vísir/vilhelm ÍR er komið í frábæra stöðu í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir öruggan sigur í Mosfellsbænum í kvöld, 28-34. Heimamenn voru sterkari aðilinn framan af en um miðjan fyrri hálfleik náðu gestirnir úr Breiðholtinu undirtökunum og létu þau ekki af hendi. Niðurstaðan öruggur sex marka sigur ÍR sem er komið með 2-1 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri í fjórða leik liðanna á sumardaginn fyrsta. Það yrði þá í fyrsta sinn síðan 2003 sem liðið kemst í úrslit Íslandsmótsins. Það var fátt um varnir í fyrri hálfleik sem var geysilega hraður og skemmtilegur. Mosfellingar léku án nafnanna Jóhanns Gunnars Einarssonar og Jóhannssonar en það virtist ekki há liðinu í byrjun leiks. Birkir Benediktsson og Böðvar Páll Ásgeirsson byrjuðu í sókn Aftureldingar í stað Jóhannanna og þeir voru duglegir að finna Pétur Júníusson inni á línunni. Pétur skoraði fjögur af fyrstu átta mörkum heimamanna sem leiddu með tveimur mörkum, 8-6, eftir 12 mínútna leik. Vörn gestanna var heillum horfin á þessum kafla og Arnór Freyr Stefánsson átti erfitt uppdráttar í markinu. Hann náði sér þó betur á strik eftir því sem leið á hálfleikinn og átti svo frábæran seinni hálfleik. Smám saman náðu Breiðhyltingar vopnum sínum, fengu nokkur mörk eftir hraðaupphlaup og þá var Björgvin Hólmgeirsson var í miklum ham í sókninni. Björgvin skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og fór oft og iðulega illa með vörn Aftueldingar sem gaf ansi hressilega eftir eftir fína byrjun. Þá náðu markverðir liðsins sér ekki á strik. ÍR náði þrívegis þriggja marka forystu í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 15-17, gestunum í vil. Heimamenn minnkuðu muninn í tvígang í eitt mark í byrjun seinni hálfleiks en það dugði skammt. Breiðhyltingar gáfu þá aftur í breyttu stöðunni úr 18-19 í 19-25. Það gekk nánast allt upp hjá ÍR á þessum kafla, vörnin var mun sterkari en lengst af í fyrri hálfleik og Arnór varði hvert skotið á fætur öðru. Hann varði alls 20 skot í kvöld, eða 43% þeirra skota sem hann fékk á sig. Á hinum enda vallarins áttu þeir alltaf svör við slökum varnarleik Aftureldingar. Davíð Georgsson, leikstjórnandi ÍR, átti sérdeilis góðan leik; spilaði félaga sína vel uppi og skoraði sjálfur sex mörk, auk þess að vera öflugur í vörninni. Einn allra vanmetnasti leikmaður deildarinnar. ÍR-ingar spiluðu skynsamlega það sem eftir lifði leiks og endurkoma hjá Aftureldingu var aldrei í kortunum. Mosfellingar reyndu allt hvað þeir gátu, t.a.m. að taka Björgvin úr umferð og spila með sjö menn í sókn, en ekkert beit á ÍR-liðið sem spilaði einn sinn besta leik í vetur. Heimamenn komust aldrei nær Breiðhyltingum en fjögur mörk, 25-29, og svo fór að ÍR fagnaði sex marka sigri, 28-34. Pétur var markahæstur í liði Aftureldingar með sex mörk en Örn Ingi Bjarkason og Árni Bragi Eyjólfsson komu næstir með fimm mörk hvor. Björgvin gerði átta mörk fyrir ÍR og þeir Davíð, Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson skiluðu allir sex mörkum.Örn Ingi: Tókum óöguð og ótímabær skot Örn Ingi Bjarkason, leikstjórnandi Aftureldingar, var súr í broti eftir tap Mosfellinga fyrir ÍR í kvöld. Afturelding byrjaði leikinn vel en um miðjan fyrri hálfleikinn náði ÍR góðum tökum á leiknum og létu þau ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. „Það var mikið tempó í þessum leik. Bæði lið skiptust á að sækja mjög hratt og keyra á hvort annað,“ sagði Örn sem skoraði fimm mörk í kvöld. „Þetta var tiltölulega jafnt í fyrri hálfleik fyrir utan nokkur léleg skot hjá okkur þar sem við fengum mörk í bakið. „Það er erfitt að segja hvað gerist. Við fórum að taka ótímabær og óöguð skot í byrjun seinni hálfleiks sem markvörðurinn hjá þeim átti frekar auðvelt með að verja. Og svo fengum við mörk úr hraðaupphlaupum í bakið og þá breikkaði bilið,“ bætti Örn Ingi við en vörn Aftureldingar var heillum horfin í leiknum í kvöld. „34 mörk er það langmesta sem við höfum fengið á okkur í vetur. Við vissum að þetta yrði tempóleikur en við höfum aldrei fengið á okkur svona mörg mörk.“ Það var sama hvað Mosfellinga reyndu í seinni hálfleik - aldrei náðu þeir að saxa verulega á forskot ÍR-inga. „Við reyndum að brúa bilið með því að spila með aukamann í sókninni og það getur allt gerst í þeim aðstæðum. En þeir voru klókir og náðu að klára þetta á endanum.“ ÍR er komið með 2-1 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum með sigri í fjórða leik liðanna á fimmtudaginn. Örn Ingi hefur lítinn áhuga á því. „Við gefumst aldrei upp. Staðan er bara 2-1 og við mætum klárir í Austurbergið og ætlum okkur sigur. Við viljum fá oddaleik á sunnudaginn.“Arnór: Ekkert eðlilega hraður leikur „Við vorum mjög góðir og seinni hálfleikurinn var frábær fannst mér,“ sagði sigurreifur Arnór Freyr Stefánsson, markvörður ÍR, sem var ein af hetjum Breiðholtsliðsins í sigrinum á Aftureldingu í kvöld. „Þetta var ekkert eðlilega hraður leikur í fyrri hálfleik og mörkin voru fleiri en 30. En það kviknaði á okkur í seinni hálfleik, við spiluðum góða vörn, markvarslan kom í kjölfarið og við vorum mjög agaðir í sókninni. „Við létum boltann ganga vel og fundum opin færi. Þetta var skref upp á við,“ sagði Arnór sem fann sig vel eftir rólega byrjun. Hann varði alls 20 skot í markinu í kvöld. „Þetta gekk mjög vel, enda var vörnin alveg stórkostleg í seinni hálfleik. Og þótt þeir spiluðu með aukamann í sókninni, þá unnum við boltann og trekk í trekk og fengum auðveld mörk.“ ÍR getur klárað dæmið í Austurberginu á fimmtudaginn og Arnór segir að það komi ekkert annað til greina. „Að sjálfsögðu er það stefnan. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og sjáum svo hvað setur,“ sagði markvörðurinn að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira
ÍR er komið í frábæra stöðu í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir öruggan sigur í Mosfellsbænum í kvöld, 28-34. Heimamenn voru sterkari aðilinn framan af en um miðjan fyrri hálfleik náðu gestirnir úr Breiðholtinu undirtökunum og létu þau ekki af hendi. Niðurstaðan öruggur sex marka sigur ÍR sem er komið með 2-1 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri í fjórða leik liðanna á sumardaginn fyrsta. Það yrði þá í fyrsta sinn síðan 2003 sem liðið kemst í úrslit Íslandsmótsins. Það var fátt um varnir í fyrri hálfleik sem var geysilega hraður og skemmtilegur. Mosfellingar léku án nafnanna Jóhanns Gunnars Einarssonar og Jóhannssonar en það virtist ekki há liðinu í byrjun leiks. Birkir Benediktsson og Böðvar Páll Ásgeirsson byrjuðu í sókn Aftureldingar í stað Jóhannanna og þeir voru duglegir að finna Pétur Júníusson inni á línunni. Pétur skoraði fjögur af fyrstu átta mörkum heimamanna sem leiddu með tveimur mörkum, 8-6, eftir 12 mínútna leik. Vörn gestanna var heillum horfin á þessum kafla og Arnór Freyr Stefánsson átti erfitt uppdráttar í markinu. Hann náði sér þó betur á strik eftir því sem leið á hálfleikinn og átti svo frábæran seinni hálfleik. Smám saman náðu Breiðhyltingar vopnum sínum, fengu nokkur mörk eftir hraðaupphlaup og þá var Björgvin Hólmgeirsson var í miklum ham í sókninni. Björgvin skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og fór oft og iðulega illa með vörn Aftueldingar sem gaf ansi hressilega eftir eftir fína byrjun. Þá náðu markverðir liðsins sér ekki á strik. ÍR náði þrívegis þriggja marka forystu í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 15-17, gestunum í vil. Heimamenn minnkuðu muninn í tvígang í eitt mark í byrjun seinni hálfleiks en það dugði skammt. Breiðhyltingar gáfu þá aftur í breyttu stöðunni úr 18-19 í 19-25. Það gekk nánast allt upp hjá ÍR á þessum kafla, vörnin var mun sterkari en lengst af í fyrri hálfleik og Arnór varði hvert skotið á fætur öðru. Hann varði alls 20 skot í kvöld, eða 43% þeirra skota sem hann fékk á sig. Á hinum enda vallarins áttu þeir alltaf svör við slökum varnarleik Aftureldingar. Davíð Georgsson, leikstjórnandi ÍR, átti sérdeilis góðan leik; spilaði félaga sína vel uppi og skoraði sjálfur sex mörk, auk þess að vera öflugur í vörninni. Einn allra vanmetnasti leikmaður deildarinnar. ÍR-ingar spiluðu skynsamlega það sem eftir lifði leiks og endurkoma hjá Aftureldingu var aldrei í kortunum. Mosfellingar reyndu allt hvað þeir gátu, t.a.m. að taka Björgvin úr umferð og spila með sjö menn í sókn, en ekkert beit á ÍR-liðið sem spilaði einn sinn besta leik í vetur. Heimamenn komust aldrei nær Breiðhyltingum en fjögur mörk, 25-29, og svo fór að ÍR fagnaði sex marka sigri, 28-34. Pétur var markahæstur í liði Aftureldingar með sex mörk en Örn Ingi Bjarkason og Árni Bragi Eyjólfsson komu næstir með fimm mörk hvor. Björgvin gerði átta mörk fyrir ÍR og þeir Davíð, Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson skiluðu allir sex mörkum.Örn Ingi: Tókum óöguð og ótímabær skot Örn Ingi Bjarkason, leikstjórnandi Aftureldingar, var súr í broti eftir tap Mosfellinga fyrir ÍR í kvöld. Afturelding byrjaði leikinn vel en um miðjan fyrri hálfleikinn náði ÍR góðum tökum á leiknum og létu þau ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. „Það var mikið tempó í þessum leik. Bæði lið skiptust á að sækja mjög hratt og keyra á hvort annað,“ sagði Örn sem skoraði fimm mörk í kvöld. „Þetta var tiltölulega jafnt í fyrri hálfleik fyrir utan nokkur léleg skot hjá okkur þar sem við fengum mörk í bakið. „Það er erfitt að segja hvað gerist. Við fórum að taka ótímabær og óöguð skot í byrjun seinni hálfleiks sem markvörðurinn hjá þeim átti frekar auðvelt með að verja. Og svo fengum við mörk úr hraðaupphlaupum í bakið og þá breikkaði bilið,“ bætti Örn Ingi við en vörn Aftureldingar var heillum horfin í leiknum í kvöld. „34 mörk er það langmesta sem við höfum fengið á okkur í vetur. Við vissum að þetta yrði tempóleikur en við höfum aldrei fengið á okkur svona mörg mörk.“ Það var sama hvað Mosfellinga reyndu í seinni hálfleik - aldrei náðu þeir að saxa verulega á forskot ÍR-inga. „Við reyndum að brúa bilið með því að spila með aukamann í sókninni og það getur allt gerst í þeim aðstæðum. En þeir voru klókir og náðu að klára þetta á endanum.“ ÍR er komið með 2-1 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum með sigri í fjórða leik liðanna á fimmtudaginn. Örn Ingi hefur lítinn áhuga á því. „Við gefumst aldrei upp. Staðan er bara 2-1 og við mætum klárir í Austurbergið og ætlum okkur sigur. Við viljum fá oddaleik á sunnudaginn.“Arnór: Ekkert eðlilega hraður leikur „Við vorum mjög góðir og seinni hálfleikurinn var frábær fannst mér,“ sagði sigurreifur Arnór Freyr Stefánsson, markvörður ÍR, sem var ein af hetjum Breiðholtsliðsins í sigrinum á Aftureldingu í kvöld. „Þetta var ekkert eðlilega hraður leikur í fyrri hálfleik og mörkin voru fleiri en 30. En það kviknaði á okkur í seinni hálfleik, við spiluðum góða vörn, markvarslan kom í kjölfarið og við vorum mjög agaðir í sókninni. „Við létum boltann ganga vel og fundum opin færi. Þetta var skref upp á við,“ sagði Arnór sem fann sig vel eftir rólega byrjun. Hann varði alls 20 skot í markinu í kvöld. „Þetta gekk mjög vel, enda var vörnin alveg stórkostleg í seinni hálfleik. Og þótt þeir spiluðu með aukamann í sókninni, þá unnum við boltann og trekk í trekk og fengum auðveld mörk.“ ÍR getur klárað dæmið í Austurberginu á fimmtudaginn og Arnór segir að það komi ekkert annað til greina. „Að sjálfsögðu er það stefnan. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og sjáum svo hvað setur,“ sagði markvörðurinn að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira