Lóðaverð tífaldast á tíu árum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. apríl 2015 13:21 Lóðaverð hefur á á síðustu tíu til ellefu árum tífaldast. Árið 2004 var það 500 þúsund krónur en er nú komið yfir fimm milljónir. Mikil vöntun er á húsnæði á viðráðanlegu verði og er húsnæðisskortur farinn að hamla vexti á höfuðborgarsvæðinu. „Lóðaverð er faktor í fjármögnun sveitarfélaga og skiptir þar af leiðandi mánuði. Við leyfum okkur alveg að benda sveitarfélögunum á að þetta verði að skoða og líka á það að gjaldskrár megi vera sveigjanlegri og ýta aðeins undir þarfir og auðvitað getu,“ sagði Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í Umræðunni í Íslandi í dag í gær. Almar ræddi málið ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur, þróunarstjóra Búseta. Þau bentu á það að hrunið hafi verið stór áhrifaþáttur þess að skortur sé á húsnæði. Það hafi haft gríðarleg áhrif á framkvæmdir, byggingariðnað og fjármögnun verkefna. Langan tíma taki að koma hlutunum aftur af stað.Hægt að lækka byggingarkostnað um 4 til 6 milljónir Hann sagði að hægt væri að lækka byggingarkostnað um fjórar til sex milljónir og þannig auka framboð ódýrari íbúða, með því að fara vandlega í hlutina með opinberum aðilum, sveitarfélögum og skoðun á byggingarreglugerðinni. Með því mætti lækka byggingarkostnað um allt að þrjátíu prósent. „Það eru margir hlutir í þessu sem vinna beinlínis að því að það séu frekar byggðar stærri íbúðir, jafnvel þó það séu fjölbýli, heldur en þær minni. Svo sjáum við auðvitað þessa hópa yngra fólks og eldra líka sem kalla eftir því að við byggjum hagkvæmar,“ sagði hann. Guðrún sagði það ekki eiga að koma neinum á óvart að þörfin sé mikil núna. Það hafi legið ljóst fyrir í nokkurn tíma en að stjórnvöld séu of lengi að bregðast við. „Það er alveg skýr fylgni að þegar það verður þensla eða samdráttur, annað hvort dýfa eða uppsveifla, þá hrynur framleiðnin hjá okkur. Þegar við erum í meðal ástandi, til dæmis tímabilið 2001-2001, þá er tímabil þar sem framleiðnin er vel yfir því sem aðrar atvinnugreinar sýna. Svo strax þegar farið er að gefa í, í átt að uppsveiflunni, þá hrynur framleiðnin og heldur áfram að hrynja við hrunið,“ sagði hún.Þúsundir í leit að húsnæði Um átta þúsund manns er nú að leitast eftir litlu ódýru húsnæði, annað hvort með því að leigja eða kaupa. Greiðslumat bankanna og Íbúðarlánasjóðs gerir þór áð fyrir föstum mánaðarlegum tekjum og ekki öðru en að fólk reki bíl. Það verður til þess að margt ungt fólk getur ekki keypt sér fasteisn þó svo innborgun sé til staðar. Leigumarkaðurinn er óþróaður og óöruggur, en um það var rætt í þættinum sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Lóðaverð hefur á á síðustu tíu til ellefu árum tífaldast. Árið 2004 var það 500 þúsund krónur en er nú komið yfir fimm milljónir. Mikil vöntun er á húsnæði á viðráðanlegu verði og er húsnæðisskortur farinn að hamla vexti á höfuðborgarsvæðinu. „Lóðaverð er faktor í fjármögnun sveitarfélaga og skiptir þar af leiðandi mánuði. Við leyfum okkur alveg að benda sveitarfélögunum á að þetta verði að skoða og líka á það að gjaldskrár megi vera sveigjanlegri og ýta aðeins undir þarfir og auðvitað getu,“ sagði Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í Umræðunni í Íslandi í dag í gær. Almar ræddi málið ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur, þróunarstjóra Búseta. Þau bentu á það að hrunið hafi verið stór áhrifaþáttur þess að skortur sé á húsnæði. Það hafi haft gríðarleg áhrif á framkvæmdir, byggingariðnað og fjármögnun verkefna. Langan tíma taki að koma hlutunum aftur af stað.Hægt að lækka byggingarkostnað um 4 til 6 milljónir Hann sagði að hægt væri að lækka byggingarkostnað um fjórar til sex milljónir og þannig auka framboð ódýrari íbúða, með því að fara vandlega í hlutina með opinberum aðilum, sveitarfélögum og skoðun á byggingarreglugerðinni. Með því mætti lækka byggingarkostnað um allt að þrjátíu prósent. „Það eru margir hlutir í þessu sem vinna beinlínis að því að það séu frekar byggðar stærri íbúðir, jafnvel þó það séu fjölbýli, heldur en þær minni. Svo sjáum við auðvitað þessa hópa yngra fólks og eldra líka sem kalla eftir því að við byggjum hagkvæmar,“ sagði hann. Guðrún sagði það ekki eiga að koma neinum á óvart að þörfin sé mikil núna. Það hafi legið ljóst fyrir í nokkurn tíma en að stjórnvöld séu of lengi að bregðast við. „Það er alveg skýr fylgni að þegar það verður þensla eða samdráttur, annað hvort dýfa eða uppsveifla, þá hrynur framleiðnin hjá okkur. Þegar við erum í meðal ástandi, til dæmis tímabilið 2001-2001, þá er tímabil þar sem framleiðnin er vel yfir því sem aðrar atvinnugreinar sýna. Svo strax þegar farið er að gefa í, í átt að uppsveiflunni, þá hrynur framleiðnin og heldur áfram að hrynja við hrunið,“ sagði hún.Þúsundir í leit að húsnæði Um átta þúsund manns er nú að leitast eftir litlu ódýru húsnæði, annað hvort með því að leigja eða kaupa. Greiðslumat bankanna og Íbúðarlánasjóðs gerir þór áð fyrir föstum mánaðarlegum tekjum og ekki öðru en að fólk reki bíl. Það verður til þess að margt ungt fólk getur ekki keypt sér fasteisn þó svo innborgun sé til staðar. Leigumarkaðurinn er óþróaður og óöruggur, en um það var rætt í þættinum sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
Umræðan Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira