Grótta tilkynnti í kvöld að félagið væri búið að endursemja við þjálfara meistaraflokks karla, Gunnar Andrésson.
Undir stjórn Gunnars fór Gróttu-liðið á kostum í 1. deildinni. Tapaði ekki leik og flaug upp í Olís-deildina. Fyrir það fékk Gunnar nýjan tveggja ára samning.
Gunnar Andrésson þjálfari meistaraflokks karla í Gróttu hefur skrifað undir nýjan samning við Handknattleiksdeild Gróttu til næstu tveggja ára.
„Það eru spennandi tímar framundan á Nesinu og verður gaman að fylgjast með liðinu í Olísdeildinni að ári. Gunnar hefur mikla reynslu sem þjálfari og fyrrum leikmaður sem á án efa eftir að nýtast Gróttu á komandi tímabilum," segir í tilkynningu frá Gróttu.
