GM kíkir inní framtíðina Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 15:41 Afar framúrstefnulegt útlit tilraunabílsins frá GM. Á bílasýningunni í Shanghai, sem var að hefjast, sýnir General Motors þennan Chevrolet FNR tilraunabíl með þeim orðum að með honum sé reynt að rýna í framtíðina og útlit bíla eftir nokkur ár. Bíllinn er eingöngu knúinn áfram af rafmótorum, einum fyrir hvert hjól bílsins og rafhlöður bílsins má hlaða þráðlaust. Kristalljós eru bæði sem aðalljós bílsins og afturljós og radar á þaki bílsins skynjar allt umhverfi bílsins og með þeim búnaði getur bíllinn ekið alfarið án aðstoðar ökumanns. Bíllinn er með hurðir sem opnast upp. Innanrýmið er í stíl við ytra útlit hans, afar framúrstefnulegt og framstólunum má snúa til að einfalda inn- og útstig og til að eiga þægilegri samskipti við aftursætisfarþega.Óvenjulegt innra útlit bíls og framsætin engin undantekning. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Á bílasýningunni í Shanghai, sem var að hefjast, sýnir General Motors þennan Chevrolet FNR tilraunabíl með þeim orðum að með honum sé reynt að rýna í framtíðina og útlit bíla eftir nokkur ár. Bíllinn er eingöngu knúinn áfram af rafmótorum, einum fyrir hvert hjól bílsins og rafhlöður bílsins má hlaða þráðlaust. Kristalljós eru bæði sem aðalljós bílsins og afturljós og radar á þaki bílsins skynjar allt umhverfi bílsins og með þeim búnaði getur bíllinn ekið alfarið án aðstoðar ökumanns. Bíllinn er með hurðir sem opnast upp. Innanrýmið er í stíl við ytra útlit hans, afar framúrstefnulegt og framstólunum má snúa til að einfalda inn- og útstig og til að eiga þægilegri samskipti við aftursætisfarþega.Óvenjulegt innra útlit bíls og framsætin engin undantekning.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent