Volkswagen C Coupe GTE er stór bíll sem byggður er á sama undirvagni og Audi A6 og á stærð við hann. Hann er tvíorkubíll með bensínvél og rafmótora sem samtals skila 242 hestöflum.
Fyrstu 50 kílómetrana getur Volkswagen C Coupe GTE farið eingöngu á rafmagni og á allt að 130 km hraða. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,3 lítrar á hverja 100 kílómetra og með fullan tank kemst bíllinn heila 1.100 kílómetra.
