IFK Norrköping vann annan leikinn í röð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið hafði sigur á Häcken á útivelli, 2-0.
Arnór Ingvi Traustason, sem skoraði tvö mörk í síðasta leik, spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem er í sjöunda sæti deildarinnar með tíu stig eftir sigurinn.
Emir Kujovic skoraði fyrra markið á 34. mínútu og Rawez Lawan það síðara á fyrstu mínútu í uppbótartíma.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í byrjunarliði Häcken á móti sínum gömlu félögum en tókst ekki að skora. Hann fór af velli á 64. mínútu.
Tveir sigrar í röð hjá Arnóri Ingva og félögum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn


Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn


Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
