Leik Fylkis og Breiðabliks í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta sem átti að fara fram á sunnudaginn hefur verið frestað vegna ástands Fylkisvallar.
Leikurinn fer þess í stað fram á fimmtudaginn klukkan 19.15. en Fylkismenn báðu um frestun og fengu samþykki frá mótanefnd KSÍ.
Fimm leikir áttu að fara fram á sunnudaginn en verða nú fjórir. Skaginn tekur á móti Stjörnunni, Fjölnir fær ÍBV í heimsókn, Víkingur heimsækir ÍBV og nýliðar Leiknis heimsækja Val.
Stórleikur umferðarinnar, viðureign KR og FH, fer fram á mánudagskvöldið og svo Fylkir-Breiðablik á fimmtudaginn.
Leikur Fylkis og Breiðabliks færður til fimmtudags
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
