Körfubolti

Elvar og Martin spila ekki áfram saman í Brooklyn

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Elvar Már Friðriksson, körfuknattleiksmaður úr Njarðvík, hefur ákveðið að skipta um háskóla í Bandaríkjunum, en Elvar lék með LIU Brooklyn á síðustu leiktíð þar sem hann stundaði einnig nám.

Elvar mun nú fara til Miami og spila með Barry University, en samningurinn þar er til þriggja ára. Karfan.is greinir frá þessu nú í morgun.

„Ég er að skipta af nokkrum ástænðum. Fyrir það fyrsta þá leið mér alls ekki vel í þessu umhverfi, skólinn var ekki alveg það sem ég var að vonast eftir og svo voru ýmsir aðrir hlutir sem spiluðu inní þetta sem ég ætla ekkert að fara nánar útí,” sagði Elvar í samtali við körfuna.

„Leiðinlegasta við þetta að nú spilum við Martin ekki áfram saman, en við áttum frábært ár saman og það verður söknuður á því bræðra sambandi sem hefur myndast okkar á milli."

Elvar, sem er uppalinn í Njarðvík, lítur forvitnilegum augum til næsta hausts, en leikstjórnandi Barry var að hverfa á braut.

„Leikstjórnandi þeirra til síðustu ára var að útskrifast þannig að þeir voru að leita sér af manni í þá stöðu. Ég býst þannig við fínu hlutverki. Ég held áfram að leggja hart að mér til að fá sem mestan spilatíma og stórt hlutverk í nýjum skóla." sagði Elvar að lokum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×