Fótbolti

Steinþór og Jón Daði vilja heyra Skítamóral á vellinum á morgun | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði fagnar í leik með Viking.
Jón Daði fagnar í leik með Viking. vísir/getty
Steinþór Freyr Þorsteinsson og Jón Daði Böðvarsson voru í skemmtilegu myndbandi sem birt var á fésbókarsíðu Viking frá Stavangri í gær, en þeir vilja fá að heyra Skítamóral á næsta heimaleik Viking, á morgun, sunnudag.

Viking mætir Odd Ballklubb á Viking-leikvangnum á morgun og biðja Íslendingarnir tveir um að ábreiða Skítamórals á laginu Maria Doleres með Gipsy King verði spilað fyrir leikinn.

Einnig má sjá kappana dansa í takt við fagra tóna í búningsklefa Viking, en þar má einnig sjá glytta í Indriða Sigurðssonar í bakgrunn. Björn Daníel Sverrisson er einnig leikmaður Viking, en hann meiddist alvarlega á dögunum.

Viking er með níu stig eftir fyrstu sex leiki deildarinnar, en liðið hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur.

Myndbandið athyglisverða má sjá hér að neðan, en þar bendir Viking einnig á Spotify-aðgang þar sem aðdáendur geta hlustað á upphitunarlista norska liðsins.

Islendingenes favoritt fra Skítamórall kan du høre på Viking stadion under oppvarmingen på søndag og vår Viking FK Warmup-liste på Spotify: http://bit.ly/1zQ3chhHvilken sang liker du best å trene til?

Posted by Viking Fotballklubb on Friday, 8 May 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×