Enski boltinn

Sara Björk og Marta með mörk Rosengård

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/KSÍ
Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Rosengård í 2-0 útisigri á Umeå í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í kvöld.

Sara Björk skoraði markið sitt á 58. mínútu eftir stoðsendingu frá hinni brasilísku Mörtu og Marta skoraði síðan seinna markið í uppbótartíma leiksins.

Sara Björk hefur skorað fjögur mörk í fyrstu fimm leikjum Rosengård á tímabilinu og hefur þegar tvöfalfað markaskor sitt frá því í fyrra.

FC Rosengård hefur unnið fimm fyrstu leiki sína og hefur markatöluyna 20-3. Ramona Bachmann (6 mörk) og Anja Mittag (5 mörk) eru þær einu í deildinni sem hafa skorað meira en Sara Björk í upphafi tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×