Ólafía Þórunn að spila frábærlega í Sviss | Efst eftir tvo hringi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2015 17:44 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/GVA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er að spila frábærlega á ASGI meistaramótinu í golfi í Sviss en Íslandsmeistarinn er með tveggja högga forystu þegar mótið er hálfnað. Ólafía lék fyrsta hringinn í gær 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og var þá í þriðja sætinu. Hún gerði enn betur í dag þegar hún kláraði á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Ólafía hefur þar með leikið fyrstu 36 holur mótsins á átta höggum undir pari og hefur tveggja högga forskot á Þjóðverjarna Oliviu Cowan og Nicole Goegele. Ólafía Þórunn náði tveimur örnum í dag þegar hún lék tvær par fimm holur á þremur höggum. Hún vat einnig með fjóra fugla og tvo skolla. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 10. til 13. sæti en hún lék á 72 höggum í dag eða á pari vallarins. Valdís Þóra kláraði fyrsta daginn á einu höggi undir pari. Mótið er hluti af LETAS atvinnumótaröðinni í Evrópu en það er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Þetta er þriðja mótið sem þær taka þátt í á mótaröðinni en Valdís endaði í 12.–15. sæti á síðasta móti á Spáni en Ólafía endaði í 20.–30. sæti. Valdís og Ólafía hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi tvívegis, Valdís 2009 og 2012, en Ólafía 2011 og 2014. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur eru með keppnisrétt á þessari mótaröð en Valdís Þóra er að hefja sitt annað tímabil á LET Access mótaröðinni. Stigahæstu keppendurnir á LET Access mótaröðinni í lok keppnistímabilsins vinna sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er að spila frábærlega á ASGI meistaramótinu í golfi í Sviss en Íslandsmeistarinn er með tveggja högga forystu þegar mótið er hálfnað. Ólafía lék fyrsta hringinn í gær 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og var þá í þriðja sætinu. Hún gerði enn betur í dag þegar hún kláraði á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Ólafía hefur þar með leikið fyrstu 36 holur mótsins á átta höggum undir pari og hefur tveggja högga forskot á Þjóðverjarna Oliviu Cowan og Nicole Goegele. Ólafía Þórunn náði tveimur örnum í dag þegar hún lék tvær par fimm holur á þremur höggum. Hún vat einnig með fjóra fugla og tvo skolla. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 10. til 13. sæti en hún lék á 72 höggum í dag eða á pari vallarins. Valdís Þóra kláraði fyrsta daginn á einu höggi undir pari. Mótið er hluti af LETAS atvinnumótaröðinni í Evrópu en það er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Þetta er þriðja mótið sem þær taka þátt í á mótaröðinni en Valdís endaði í 12.–15. sæti á síðasta móti á Spáni en Ólafía endaði í 20.–30. sæti. Valdís og Ólafía hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi tvívegis, Valdís 2009 og 2012, en Ólafía 2011 og 2014. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur eru með keppnisrétt á þessari mótaröð en Valdís Þóra er að hefja sitt annað tímabil á LET Access mótaröðinni. Stigahæstu keppendurnir á LET Access mótaröðinni í lok keppnistímabilsins vinna sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira