Tvær nýjar útfærslur BMW 3 Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 16:47 BMW 3 árgerð 2016. BMW þristurinn hefur til margra ára verið söluhæsti lúxusbíll heims í sínum stærðarflokki og til að halda þeim titli er BMW að kynna tvær nýjar útfærslur hans samhliða andlitslyftingu bílsins sem kemur af árgerð 2016. Það eru BMW 340i, sem leysir af hólmi 335i og 330e. BMW 340i verður með 3,0 lítra vél eins og 335i, en aflaukningin verður 20 hestöfl og því 320 hestöfl nú. Þessi bíll á að komast í hundraðið á 4,6 sekúndu svo fremi sem hann er valinn með fjórhjóladrifi, en hann er 0,2 sekúndum seinni með afturhjóladrifinu. BMW 330e er tvíaflrásarbíll, eða Plug-In-Hybrid, 250 hestöfl og 6,1 sekúndu í 100. Hann kemst fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni. Margt mun breytast í þristinum með þessari andlitslyftingu á 2016 árgerðinni, meðal annars 8 gíra sjálfskiptingin, sem tryggja á lægri eyðslu og BMW hefur átt við fjöðrunarbúnað bílsins og aflstýrið, allt til að auka akstursgetuna. Ennfemur er komið nýtt leiðsögukerfi. Litlar útlitsbreytingar eru á bílnum, þó aðeins á framendanum og ljósunum. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
BMW þristurinn hefur til margra ára verið söluhæsti lúxusbíll heims í sínum stærðarflokki og til að halda þeim titli er BMW að kynna tvær nýjar útfærslur hans samhliða andlitslyftingu bílsins sem kemur af árgerð 2016. Það eru BMW 340i, sem leysir af hólmi 335i og 330e. BMW 340i verður með 3,0 lítra vél eins og 335i, en aflaukningin verður 20 hestöfl og því 320 hestöfl nú. Þessi bíll á að komast í hundraðið á 4,6 sekúndu svo fremi sem hann er valinn með fjórhjóladrifi, en hann er 0,2 sekúndum seinni með afturhjóladrifinu. BMW 330e er tvíaflrásarbíll, eða Plug-In-Hybrid, 250 hestöfl og 6,1 sekúndu í 100. Hann kemst fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni. Margt mun breytast í þristinum með þessari andlitslyftingu á 2016 árgerðinni, meðal annars 8 gíra sjálfskiptingin, sem tryggja á lægri eyðslu og BMW hefur átt við fjöðrunarbúnað bílsins og aflstýrið, allt til að auka akstursgetuna. Ennfemur er komið nýtt leiðsögukerfi. Litlar útlitsbreytingar eru á bílnum, þó aðeins á framendanum og ljósunum.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent