Segir Bayern München hafa tekið skref afturábak undir stjórn Guardiola Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 09:30 Pep Guardiola er ekki í góðum málum. vísir/getty Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, þurfti að horfa upp á sinn gamla lærisvein, Lionel Messi, stúta Bæjurum á nývangi í gær. Messi skoraði tvö mörk með þriggja mínútna millibili og gekk svo frá einvíginu með stoðsendingu á Neymar sem innsiglaði 3-0 sigur Barcelona. Kvöldið var ekki gott fyrir Guardiola sem fékk bálreiðan Thomas Müller í andlitið á sér þegar hann skipti Þjóðverjanum af velli. Allt stefnir í að Bayern falli úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð, en það tapaði samanlagt 5-0 gegn Real Madrid á síðustu leiktíð. Flugeldasýning Lionels Messi: „Guardiola er hjá félagi þar sem þú ert alltaf undir mikilli pressu ef þú tapar leik. Nú er hann í vandræðum,“ sagði Jamie Redknapp, einn af sérfræðingum Sky Sports, á leiknum. Guardiola tók við Bayern-liðinu af Jupp Heynckes sem skilaði því af sér með þrennu fyrir tveimur árum. Spánverjinn er ekki að ná sömu hæðum þó hann hafi unnið deild og bikar í fyrra. Bayern er búið að vinna Þýskalandsmeistaratitilinn annað árið í röð en er dottið úr keppni í bikarnum og á leið úr Meistaradeildinni. „Þegar Guardiola tók við af Jupp Heynckes héldum við allir að þetta væri draumastarfið því hann tók við liði sem var nýbúið að vinna þrennuna. En hann hefur ekki takið framfaraskref með liðið. Ef eitthvað lítur út fyrir að Bayern sé að taka skref afturábak,“ sagði Jamie Redknapp. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Engin áður skorað tvö mörk á þremur mínútum í undanúrslitunum Lionel Messi afgreiddi Þýskalandsmeistara Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld, fyrst með því að skora tvö mörk á þriggja mínútna kafla og svo með því að leggja upp þriðja markið í uppbótartíma. 6. maí 2015 21:58 Thiago: Messi myndi skora 25 mörk þó hann væri markvörður Thiago Alcantara væri enn hjá Barcelona ef Pep Guardiola hefði ekki hætt. 6. maí 2015 14:00 Markatalan er 23-0 í síðustu sex leikjum Börsunga Barcelona-liðið hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum sínum og í kvöld vann liðið 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 6. maí 2015 21:33 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, þurfti að horfa upp á sinn gamla lærisvein, Lionel Messi, stúta Bæjurum á nývangi í gær. Messi skoraði tvö mörk með þriggja mínútna millibili og gekk svo frá einvíginu með stoðsendingu á Neymar sem innsiglaði 3-0 sigur Barcelona. Kvöldið var ekki gott fyrir Guardiola sem fékk bálreiðan Thomas Müller í andlitið á sér þegar hann skipti Þjóðverjanum af velli. Allt stefnir í að Bayern falli úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð, en það tapaði samanlagt 5-0 gegn Real Madrid á síðustu leiktíð. Flugeldasýning Lionels Messi: „Guardiola er hjá félagi þar sem þú ert alltaf undir mikilli pressu ef þú tapar leik. Nú er hann í vandræðum,“ sagði Jamie Redknapp, einn af sérfræðingum Sky Sports, á leiknum. Guardiola tók við Bayern-liðinu af Jupp Heynckes sem skilaði því af sér með þrennu fyrir tveimur árum. Spánverjinn er ekki að ná sömu hæðum þó hann hafi unnið deild og bikar í fyrra. Bayern er búið að vinna Þýskalandsmeistaratitilinn annað árið í röð en er dottið úr keppni í bikarnum og á leið úr Meistaradeildinni. „Þegar Guardiola tók við af Jupp Heynckes héldum við allir að þetta væri draumastarfið því hann tók við liði sem var nýbúið að vinna þrennuna. En hann hefur ekki takið framfaraskref með liðið. Ef eitthvað lítur út fyrir að Bayern sé að taka skref afturábak,“ sagði Jamie Redknapp.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Engin áður skorað tvö mörk á þremur mínútum í undanúrslitunum Lionel Messi afgreiddi Þýskalandsmeistara Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld, fyrst með því að skora tvö mörk á þriggja mínútna kafla og svo með því að leggja upp þriðja markið í uppbótartíma. 6. maí 2015 21:58 Thiago: Messi myndi skora 25 mörk þó hann væri markvörður Thiago Alcantara væri enn hjá Barcelona ef Pep Guardiola hefði ekki hætt. 6. maí 2015 14:00 Markatalan er 23-0 í síðustu sex leikjum Börsunga Barcelona-liðið hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum sínum og í kvöld vann liðið 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 6. maí 2015 21:33 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Engin áður skorað tvö mörk á þremur mínútum í undanúrslitunum Lionel Messi afgreiddi Þýskalandsmeistara Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld, fyrst með því að skora tvö mörk á þriggja mínútna kafla og svo með því að leggja upp þriðja markið í uppbótartíma. 6. maí 2015 21:58
Thiago: Messi myndi skora 25 mörk þó hann væri markvörður Thiago Alcantara væri enn hjá Barcelona ef Pep Guardiola hefði ekki hætt. 6. maí 2015 14:00
Markatalan er 23-0 í síðustu sex leikjum Börsunga Barcelona-liðið hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum sínum og í kvöld vann liðið 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 6. maí 2015 21:33