Indiana Jones mun snúa aftur á hvíta tjaldið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. maí 2015 23:21 Harrison Ford fékk hlutverk Indiana Jones árið 1981 en myndinni var leikstýrt af Steven Spielberg. Aðdáendur Indiana Jones geta glaðst því Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfilms sem á höfundaréttinn af kvikmyndunum, staðfesti í samtali við Vanity Fair að fyrirtækið muni framleiða nýja mynd um fornleifafræðinginn. Kennedy sagðist ekki vita hvenær hún myndi koma út og að vinna við handrit væri ekki hafin. Í raun vantar fyrsta skrefið – að finna sögu og ævintýri fyrir Jones. Þetta er í fyrsta sinn sem framhald myndanna er staðfest þrátt fyrir að sögusagnir um nýja mynd hafi verið í umræðunni síðan 2012. Þá keypti Disney Lucasfilms fyrir 3 milljarða Bandaríkjadala og þar með réttinn að bæði Indiana Jones og Star Wars. Indiana Jones hefur notið mikilla vinsælda síðan karakterinn steig fram á sjónarsviðið í kvikmyndinni Raiders of the Lost Ark árið 1981. Í kjölfarið komu út fjórar kvikmyndir um Jones en persónan hefur líka komið fram í bókum, teiknimyndasögum, tölvuleikjum og á sjónvarpsskjánum. Eins og kunnugt er hefur hann oftast verið leikinn af Harrison Ford. Ford er nú 72 ára gamall og gæti fengið tækifæri til að leika Jones á nýjan leik. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Aðdáendur Indiana Jones geta glaðst því Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfilms sem á höfundaréttinn af kvikmyndunum, staðfesti í samtali við Vanity Fair að fyrirtækið muni framleiða nýja mynd um fornleifafræðinginn. Kennedy sagðist ekki vita hvenær hún myndi koma út og að vinna við handrit væri ekki hafin. Í raun vantar fyrsta skrefið – að finna sögu og ævintýri fyrir Jones. Þetta er í fyrsta sinn sem framhald myndanna er staðfest þrátt fyrir að sögusagnir um nýja mynd hafi verið í umræðunni síðan 2012. Þá keypti Disney Lucasfilms fyrir 3 milljarða Bandaríkjadala og þar með réttinn að bæði Indiana Jones og Star Wars. Indiana Jones hefur notið mikilla vinsælda síðan karakterinn steig fram á sjónarsviðið í kvikmyndinni Raiders of the Lost Ark árið 1981. Í kjölfarið komu út fjórar kvikmyndir um Jones en persónan hefur líka komið fram í bókum, teiknimyndasögum, tölvuleikjum og á sjónvarpsskjánum. Eins og kunnugt er hefur hann oftast verið leikinn af Harrison Ford. Ford er nú 72 ára gamall og gæti fengið tækifæri til að leika Jones á nýjan leik.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira