Fótbolti

Vindbjart-liðið skoraði fjórum sinnum hjá Ingvari og Start er úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson. Vísir/Vilhelm
Íslendingaliðin Rosenborg, Lilleström og Aalesund komust áfram í 32 liða úrslit norsku bikarkeppninnar í fótbolta en Start og Vålerenga töpuðu hinsvegar óvænt fyrir neðri deildarliðum.

C-deildarliðið Vindbjart fór illa með Íslendingaliðið Start í 64 liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í kvöld. Vindbjart vann nefnilega 4-0 sigur á úrvalsdeildarliði Start.

Ingvar Jónsson var í marki Start í leiknum og þeir Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson voru einnig í byrjunarliðinu. Allir íslensku leikmennirnir spiluðu 90 mínútur.

Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn þegar Rosenborg vann 6-0 útisigur á Flöya.

Lærisveinar Rúnars Kristinssonar í Lilleström unnu 2-0 útisigur á Eidsvold Turn. Fred Friday skoraði bæði mörkin.

Daníel Leó Grétarsson spilaði allan leikinn á miðjunni þegar Aalesund vann 6-2 sigur á Strindheim. Aron Elís Þrándarson er enn meiddur.

Elías Már Ómarsson spilaði fyrri hálfleikinn með Vålerenga þegar liðið tapaði 1-0 á móti C-deildarliði Gjövik-Lyn. Sigurmark Gjövik-Lyn kom í seinni hálfleiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×