Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 13:41 Skýrslutöku yfir Sigurði lauk í dag. Vísir/Ernir Skýrslutöku yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, lauk á hádegi í dag. Hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli og kom frá Kvíabryggju í morgun til að gefa skýrslu en hann var sem kunnugt er dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Sigurður er bæði ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik en hann neitar alfarið öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Þvertók fyrir blekkingar Á meðal þess sem Sigurður er ákærður fyrir eru viðskipti eignarhaldsfélaganna Holt, Mata og Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Bankinn seldi eigin bréf til félaganna og lánaði fyrir kaupunum með veði í bréfunum sjálfum. Telur saksóknari að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku auk þess sem fé bankans hafi verið stefnt í verulega hættu þar sem endurgreiðsla lánanna hafi ekki verið tryggð, að því er segir í ákæru. Fyrir dómi í dag þvertók Sigurður fyrir að hafa komið nokkuð nálægt viðskiptum eignarhaldsfélaganna eða lánveitingum til þeirra vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Hann var meðal annars spurður hvort hann hafi átt aðkomu að viðskiptunum, hvort hann hafi vitað hver hafi átt frumkvæðið að þeim og hver aðdragandi þeirra var. Sigurður sagðist ekkert vita og hafði þetta að segja um kaup Desulo á hlutabréfum í Kaupþingi: „Ég vísa bara í yfirheyrslur yfir mér hjá sérstökum saksóknara. Þá segi ég þeim sem voru að yfirheyra mig að þetta sé í fyrsta skipti sem ég heyri nafnið Desulo. Ég hafði bara aldrei heyrt minnst á þetta félag svo ef þið viljið spara tíma getið þið sleppt því að spyrja mig um Desulo.“ Andar köldu á milli aðila Það má segja að stemningin í dómsal í gær og í dag hafi verið nokkuð frábrugðin þeirri stemningu sem ríkt hefur þar seinustu tvær vikurnar. Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins, en Björn var einmitt saksóknarinn í því máli. Sigurður vandaði honum því ekki alltaf kveðjurnar í dag í dómsal og gagnrýndi málatilbúnað hans til dæmis harðlega þegar saksóknari reyndi að sýna fram á, með tölvupóstsamskiptum, að lausafjárstaða Kaupþings hefði verið slæm í janúar og september 2008. „Það er aldeilis magnað að hlusta á þetta frá þér þegar horft er til hvað ákvarðar sekt og sýknu í sakamálum,“ sagði Sigurður aðspurður um lausafjárstöðu Kaupþings. „Það er til skjal frá 24. september 2008 sem lagt var fram á stjórnarfundi í London og sýnir nákvæmlega hver lausafjárstaða bankans var og hver hún yrði næstu 3-4 árin. Af hverju ertu ekki með það? [...] Að halda því fram með þessum gögnum að lausafjárstaða bankans hafi verið slæm eru ósannindi.“ Sigurði var mikið niðri fyrir og sagði Björn “gott og vel” og ætlaði að halda áfram í næstu spurningu. „Þetta er ekkert gott og vel, þetta er bara algjört hneyksli,“ sagði Sigurður þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira
Skýrslutöku yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, lauk á hádegi í dag. Hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli og kom frá Kvíabryggju í morgun til að gefa skýrslu en hann var sem kunnugt er dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Sigurður er bæði ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik en hann neitar alfarið öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Þvertók fyrir blekkingar Á meðal þess sem Sigurður er ákærður fyrir eru viðskipti eignarhaldsfélaganna Holt, Mata og Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Bankinn seldi eigin bréf til félaganna og lánaði fyrir kaupunum með veði í bréfunum sjálfum. Telur saksóknari að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku auk þess sem fé bankans hafi verið stefnt í verulega hættu þar sem endurgreiðsla lánanna hafi ekki verið tryggð, að því er segir í ákæru. Fyrir dómi í dag þvertók Sigurður fyrir að hafa komið nokkuð nálægt viðskiptum eignarhaldsfélaganna eða lánveitingum til þeirra vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Hann var meðal annars spurður hvort hann hafi átt aðkomu að viðskiptunum, hvort hann hafi vitað hver hafi átt frumkvæðið að þeim og hver aðdragandi þeirra var. Sigurður sagðist ekkert vita og hafði þetta að segja um kaup Desulo á hlutabréfum í Kaupþingi: „Ég vísa bara í yfirheyrslur yfir mér hjá sérstökum saksóknara. Þá segi ég þeim sem voru að yfirheyra mig að þetta sé í fyrsta skipti sem ég heyri nafnið Desulo. Ég hafði bara aldrei heyrt minnst á þetta félag svo ef þið viljið spara tíma getið þið sleppt því að spyrja mig um Desulo.“ Andar köldu á milli aðila Það má segja að stemningin í dómsal í gær og í dag hafi verið nokkuð frábrugðin þeirri stemningu sem ríkt hefur þar seinustu tvær vikurnar. Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins, en Björn var einmitt saksóknarinn í því máli. Sigurður vandaði honum því ekki alltaf kveðjurnar í dag í dómsal og gagnrýndi málatilbúnað hans til dæmis harðlega þegar saksóknari reyndi að sýna fram á, með tölvupóstsamskiptum, að lausafjárstaða Kaupþings hefði verið slæm í janúar og september 2008. „Það er aldeilis magnað að hlusta á þetta frá þér þegar horft er til hvað ákvarðar sekt og sýknu í sakamálum,“ sagði Sigurður aðspurður um lausafjárstöðu Kaupþings. „Það er til skjal frá 24. september 2008 sem lagt var fram á stjórnarfundi í London og sýnir nákvæmlega hver lausafjárstaða bankans var og hver hún yrði næstu 3-4 árin. Af hverju ertu ekki með það? [...] Að halda því fram með þessum gögnum að lausafjárstaða bankans hafi verið slæm eru ósannindi.“ Sigurði var mikið niðri fyrir og sagði Björn “gott og vel” og ætlaði að halda áfram í næstu spurningu. „Þetta er ekkert gott og vel, þetta er bara algjört hneyksli,“ sagði Sigurður þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira