Furðar sig á aðkomu Ólafs Barkar að gæsluvarðhaldsúrskurði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. maí 2015 11:17 Hreiðar Már Sigurðsson segist halda að eitt af skjölunum í málsgögnum sé falsað. Vísir/Pjetur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þar sem hann sat í einangrun á Litla hrauni þegar hann áttaði sig á því að Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari hafi tekið þátt í að dæma sig í einangrun. Þetta sagði hann í upphafi skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur.Sjá einnig: „Hvers konar rugl er þetta?“ Ástæðan fyrir vonbrigðum Hreiðars eru fjölskyldutengsl dómarans við Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra. „En Ólafur Börkur hefur sjálfur tekið þát afstöðu í öðrum málum að hann sé vanhæfur ef umræddur frændi tengist málum sem hann þarf að skera úr um,“ sagði Hreiðar. Í ræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sagðist hann einnig telja að skjöl í málsgögnunum séu fölsuð. „Í máli þessu sem er rekið hér fyrir Héraðsdómi í dag er skjal á bls. 3.764 sem ég held að sé falsað. Á því skjali stendur að Ólafur Þór og Benedikt Bogason hafi mætt í dómshúsið við Lækjartorg og þinghald hafi farið fram þar sem Benedikt hafi veitt heimild til að hlera síma minn,“ sagði hann. „Þetta held ég að sé rangt og vil ég biðja um aðstoð háttvirts dóms að komast að hinu sanna í þessu máli.“Sjá einnig: Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra Hreiðar sagði í ræðu sinni að starfsmenn Sérstaks saksóknara hefðu hringt í Benedikt Bogason héraðsdómara og beðið hann um að útvega heimild til að hlera símann sinn. Hreiðar segir að Benedikt hafi þá tjáð þeim að það væri lítið mál og best væri ef þeir kæmu einfaldlega heim til hans til að fá úrskurðinn. „Ég kærði Benedikt Bogason og Ólaf Þór Hauksson til embættis ríkissaksóknara vegna þessarar málsmeðferðar,“ sagði Hreiðar en hann segir ríkissaksóknara ekki hafa séð sér fært að rannsaka málið þar sem sakir væru fyrndar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þar sem hann sat í einangrun á Litla hrauni þegar hann áttaði sig á því að Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari hafi tekið þátt í að dæma sig í einangrun. Þetta sagði hann í upphafi skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur.Sjá einnig: „Hvers konar rugl er þetta?“ Ástæðan fyrir vonbrigðum Hreiðars eru fjölskyldutengsl dómarans við Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra. „En Ólafur Börkur hefur sjálfur tekið þát afstöðu í öðrum málum að hann sé vanhæfur ef umræddur frændi tengist málum sem hann þarf að skera úr um,“ sagði Hreiðar. Í ræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sagðist hann einnig telja að skjöl í málsgögnunum séu fölsuð. „Í máli þessu sem er rekið hér fyrir Héraðsdómi í dag er skjal á bls. 3.764 sem ég held að sé falsað. Á því skjali stendur að Ólafur Þór og Benedikt Bogason hafi mætt í dómshúsið við Lækjartorg og þinghald hafi farið fram þar sem Benedikt hafi veitt heimild til að hlera síma minn,“ sagði hann. „Þetta held ég að sé rangt og vil ég biðja um aðstoð háttvirts dóms að komast að hinu sanna í þessu máli.“Sjá einnig: Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra Hreiðar sagði í ræðu sinni að starfsmenn Sérstaks saksóknara hefðu hringt í Benedikt Bogason héraðsdómara og beðið hann um að útvega heimild til að hlera símann sinn. Hreiðar segir að Benedikt hafi þá tjáð þeim að það væri lítið mál og best væri ef þeir kæmu einfaldlega heim til hans til að fá úrskurðinn. „Ég kærði Benedikt Bogason og Ólaf Þór Hauksson til embættis ríkissaksóknara vegna þessarar málsmeðferðar,“ sagði Hreiðar en hann segir ríkissaksóknara ekki hafa séð sér fært að rannsaka málið þar sem sakir væru fyrndar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Sjá meira
Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05
Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55