Real Madrid vann Sevilla í fimm marka leik í spænska boltanum í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu fyrir Madrídinga sem minnkuðu forskot Barcelona á toppnum.
Cristiano Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins. Þau komu á tveggja mínútna kafla, en Carlos Bacca minnkaði muninn fyrir gestina úr vítaspyrnu. 1-2 fyrir gestina frá Madríd í hálfleik.
Ronaldo fullkomnaði svo þrennuna á 68. mínútu, en þetta var 29. þrenna Ronaldo fyrir Real. Vicente Iborra minnkaði muninn fyrir Sevilla á 79. mínútu, en nær komust heimamenn ekki í fjörugum leik.
Real er tveimur stigum á eftir Barcelona þegar þrjár umferðir eru eftir af spænska boltanum, en sigurinn í kvöld var sjöundi sigur Real í röð. Sevilla er í fimmta sætinu í mikilli baráttu við Valencia um laust sæti í Meistaradeild Evrópu.

