„Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2015 16:15 Sigurður Einarsson og Páll Winkel. vísir/daníel/anton brink Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli bankans verði vísað frá dómi. Gerir verjandinn það á grundvelli þess að hann telur skjólstæðing sinn ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Byrjaði Gestur ræðu sína á því að fara yfir samskipti sín við fangelsismálastjóra, Pál Winkel, sem sneru að því hvernig hægt væri að tryggja að Sigurður gæti verið viðstaddur aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.Ekki hægt að flytja Sigurð daglega milli Kvíabryggju og ReykjavíkurEins og kunnugt er situr Sigurður nú í fangelsi á Kvíabryggju vegna dóms sem hann hlaut í Al Thani-málinu. Fór hann fram á það við fangelsismálayfirvöld áður en aðalmeðferð hófst að hann yrði fluttur daglega úr fangelsinu til Reykjavíkur svo hann gæti setið réttarhöldin. Þeirri beiðni hafnaði fangelsismálastjóri og bar fyrir sig skorti á fjármunum en bauð honum þess í stað að dvelja í fangaklefa á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Með þessu telur Gestur að réttindi skjólstæðings síns til að verjast hafi verið brotin en þau eru tryggð í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að allir eigi að njóta réttlátrar málsmeðferðar.Sjá einnig: Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóraAðstaða á gæsluvarðhaldsgangi ekki fullnægjandiHver sá sem sakaður er um refsiverða háttsemi á meðal annars rétt á því að fá nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína, hann á að eiga möguleika á því að halda uppi vörnum sjálfur og á að fá að spyrja sjálfur eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn honum. Með ákvörðun sinni hafi fangelsismálayfirvöld komið í veg fyrir að Sigurður gæti notið þessara réttinda sinna. Sagði Gestur að sú aðstaða sem honum hafi verið boðin væri ekki fullnægjandi og Sigurður hafi meðal annars talið útilokað að hann næði að hvílast við þær aðstæður sem eru á gæsluvarðhaldsgangi Hegningarhússins. „Þetta er ekki í samræmi við skyldur stjórnvalda um að virða réttindi um réttláta málsmeðferð,” sagði Gestur og bætti við: „Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi.”Átti sjálfur að útvega búnað til að vera í netsambandiÍ þessu samhengi gerði Gestur að umtalsefni frétt í Morgunblaðinu sem birtist á svipuðum tíma og hann var í samskiptum við Pál Winkel vegna beiðni Sigurðar um að vera við aðalmeðferðina. Í fréttinni var eftirfarandi haft eftir forstöðumanni Hegningarhússins: „Hér er t.d. engin aðstaða til vinnu eða náms og þetta er eina tölvulausa fangelsið á landinu.” Fram hafði komið hjá Gesti að fangelsismálayfirvöld hefðu boðið Sigurði afnot af tölvu í Hegningarhúsinu. Hins vegar væri ekkert netsamband á gæsluvarðhaldsganginum og hefði Sigurður þurft að útvega sér sjálfur búnað til að geta verið í netsambandi.„Eins og fangelsimálayfirvöld séu að gera grín að manni”Í framhaldi af þessu óskaði Gestur eftir því að Sigurður fengi að koma á skrifstofu verjandans, helgina áður en hann átti að gefa skýrslu fyrir dómi, en því var hafnað. Fangelsismálayfirvöld buðu Gesti hins vegar að hitta Sigurð á virkum degi í Hegningarhúsinu eða koma á Kvíabryggju. „Það er eins og fangelsismálayfirvöld séu að gera grín að manni. Þau vita vel að maður er fastur í þessum sal á þessum tíma [á virkum degi].” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli bankans verði vísað frá dómi. Gerir verjandinn það á grundvelli þess að hann telur skjólstæðing sinn ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Byrjaði Gestur ræðu sína á því að fara yfir samskipti sín við fangelsismálastjóra, Pál Winkel, sem sneru að því hvernig hægt væri að tryggja að Sigurður gæti verið viðstaddur aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.Ekki hægt að flytja Sigurð daglega milli Kvíabryggju og ReykjavíkurEins og kunnugt er situr Sigurður nú í fangelsi á Kvíabryggju vegna dóms sem hann hlaut í Al Thani-málinu. Fór hann fram á það við fangelsismálayfirvöld áður en aðalmeðferð hófst að hann yrði fluttur daglega úr fangelsinu til Reykjavíkur svo hann gæti setið réttarhöldin. Þeirri beiðni hafnaði fangelsismálastjóri og bar fyrir sig skorti á fjármunum en bauð honum þess í stað að dvelja í fangaklefa á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Með þessu telur Gestur að réttindi skjólstæðings síns til að verjast hafi verið brotin en þau eru tryggð í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að allir eigi að njóta réttlátrar málsmeðferðar.Sjá einnig: Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóraAðstaða á gæsluvarðhaldsgangi ekki fullnægjandiHver sá sem sakaður er um refsiverða háttsemi á meðal annars rétt á því að fá nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína, hann á að eiga möguleika á því að halda uppi vörnum sjálfur og á að fá að spyrja sjálfur eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn honum. Með ákvörðun sinni hafi fangelsismálayfirvöld komið í veg fyrir að Sigurður gæti notið þessara réttinda sinna. Sagði Gestur að sú aðstaða sem honum hafi verið boðin væri ekki fullnægjandi og Sigurður hafi meðal annars talið útilokað að hann næði að hvílast við þær aðstæður sem eru á gæsluvarðhaldsgangi Hegningarhússins. „Þetta er ekki í samræmi við skyldur stjórnvalda um að virða réttindi um réttláta málsmeðferð,” sagði Gestur og bætti við: „Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi.”Átti sjálfur að útvega búnað til að vera í netsambandiÍ þessu samhengi gerði Gestur að umtalsefni frétt í Morgunblaðinu sem birtist á svipuðum tíma og hann var í samskiptum við Pál Winkel vegna beiðni Sigurðar um að vera við aðalmeðferðina. Í fréttinni var eftirfarandi haft eftir forstöðumanni Hegningarhússins: „Hér er t.d. engin aðstaða til vinnu eða náms og þetta er eina tölvulausa fangelsið á landinu.” Fram hafði komið hjá Gesti að fangelsismálayfirvöld hefðu boðið Sigurði afnot af tölvu í Hegningarhúsinu. Hins vegar væri ekkert netsamband á gæsluvarðhaldsganginum og hefði Sigurður þurft að útvega sér sjálfur búnað til að geta verið í netsambandi.„Eins og fangelsimálayfirvöld séu að gera grín að manni”Í framhaldi af þessu óskaði Gestur eftir því að Sigurður fengi að koma á skrifstofu verjandans, helgina áður en hann átti að gefa skýrslu fyrir dómi, en því var hafnað. Fangelsismálayfirvöld buðu Gesti hins vegar að hitta Sigurð á virkum degi í Hegningarhúsinu eða koma á Kvíabryggju. „Það er eins og fangelsismálayfirvöld séu að gera grín að manni. Þau vita vel að maður er fastur í þessum sal á þessum tíma [á virkum degi].”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11
Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32