Körfubolti

Real Madrid varð Evrópumeistari í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Real Madrid fagna hér í leikslok.
Leikmenn Real Madrid fagna hér í leikslok. Vísir/EPA
Knattspyrnulið Real Madrid komst ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í síðustu viku en körfuboltaliðin færði félaginu stóran titil um helgina þegar liðið vann Euroleague, Meistaradeild körfuboltans.

Real Madrid vann þá 78-59 sigur á Olympiacos en leikurinn fór fram á heimavelli Real í Madrid. Fyrirliðinn Felipe Reyes, tók við bikarnum af Spánarkonungi, Felipe VI, í leikslok.

Real Madrid varð þarna Evrópumeistari í níunda sinn, sem er met, en félagið var samt búið að bíða í tuttugu ár eftir að vinna Euroleague eða frá því að liðið vann síðast 1995.

Real Madrid vann síðustu fjórtán mínútur leiksins 38-18 en liðið var með sjö stiga forystu í hálfleik, 35-28.

Bandaríkjamaðurinn Jaycee Carroll var stigahæstur hjá Real Madrid með 16 stig en hann skoraði 11 stig í röð hjá liðinu.

Argentínumaðurinn Andres Nocioni var kosinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar en hann lék áður með Chicago Bulls, Sacramento Kings og Philadelphia 76ers. Nocioni var með 12 stig og 7 fráköst. Sergio Llull var líka með 12 stig og Sergio Rodriguez skoraði 11 stig fyrir Real Madrid.

And captain Felipe Reyes takes the 2014-15 @Euroleague Champion Trophy!!! Congratulations @RMBaloncesto #F4Glory

Posted by Euroleague Basketball on 17. maí 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×