Fótbolti

Óvænt tap Klepp

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín spilar fyrir Klepp.
Katrín spilar fyrir Klepp. vísir/daniel
Klepp tapaði óvænt fyrir Sandviken í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Sandviken var í botnsætinu fyrir leikinn.

Klepp hafði byrjað af miklum krafti og var í öðru sæti fyrir umferðina í dag.

Madeleine Giske skoraði fyrsta markið eftir 40. mínútna leik og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Sandviken.

Andrea Thun tvöfaldaði forystuna strax í upphafi síðari hálfleiks og Madeleine Giske skoraði annað mark sitt og þriðja mark Sandviken á 73. mínútu.

Lokatölur urðu 3-0, en með sigrinum fer Sandviken upp í tíunda sæti deildarinnar, upp fyrir fallsætin tvö.

Klepp er í þriðja sætinu með 16 stig, jafn mörg stig og Avaldsnes sem er í öðru sætinu.

María Þórisdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir spiluðu báðar allan leikinn fyrir Klepp, en FH-ingurinn Jón Páll Pálmason þjálfar Klepp.


Tengdar fréttir

Hólmfríður á skotskónum í stórsigri

Hólmfríður Magnúsdóttir var á skotskónum fyrir Avaldsnes sem vann stórsigur á Amazon Grimstad í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×