KSÍ tapaði í Hæstarétti og þarf að borga Landsbankanum eina milljón Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2015 17:45 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, stóð fyrir endurbætum á Laugardalsvelli fyrir tæpum áratug. vísir Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var dæmt að greiða Landsbankanum eina milljón króna í málskostnað í Hæstarétti í dag og máli sem KSÍ höfðaði á hendur bankanum var vísað frá. KSÍ fékk reikningslánalínu upp á einn milljað frá Landsbankanum í september 2006 vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sambandið dró átta sinnum á lánið, en samtals var upphæðin 635 milljónir króna. Greitt var út í íslenskum krónum en um gengislán var að ræða. Því var helmingsskipt í svissneska franka og japönsk jen. KSÍ byrjaði að greiða inn á lánið snemma árs 2007 og hafði greitt það að fullu í september árið 2009. Í heildina borgaði KSÍ 1.017 milljónir króna til baka. Í kjölfar gengislánadóma sem féllu hér á landi höfðaði KSÍ mál gegn Landsbankanum, en það vildi meina að lánið hafi verið bundið ólögmætri gengistryggingu. Lögmaður KSÍ vildi meina að endurreikna þyrfti lánin þannig að Landsbankinn þyrfti að endurgreiða það sem greitt hafði verið umfram skyldu. Héraðsdómur dæmdi KSÍ í hag og sagði gengistrygginguna í andstæðu við lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Þá átti Landsbankinn að greiða KSÍ 600.000 krónur í málskostnað. Landsbankinn áfrýjaði til Hæstarétts sem sneri úrskurði Héraðsdóms í dag og þarf KSÍ nú að greiða bankanum eina milljóna króna í málskostnað fyrir hérað og Hæstarétt. Hæstiréttur taldi að dómkröfur KSÍ í stefnu hefðu ekki verið nægilega skýrar auk þess sem lánin hefðu nú þegar verið greidd að fullu og samningarnir þannig efndir og KSÍ ekki sýnt fram á hvaða lögmætu hagsmuni sambandið hefði af því að fá viðurkenningu á því að samningarnir fælu í sér ólögmæta gengistryggingu. Hefði málið unnist hefði KSÍ verið í stöðu til að sækja hundruði milljóna króna sem því fannst það hafa borgað umfram vegna verðtryggingarinnar. Niðurstaða Hæstaréttar er því viss skellur fyrir KSÍ. Íslenski boltinn Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var dæmt að greiða Landsbankanum eina milljón króna í málskostnað í Hæstarétti í dag og máli sem KSÍ höfðaði á hendur bankanum var vísað frá. KSÍ fékk reikningslánalínu upp á einn milljað frá Landsbankanum í september 2006 vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sambandið dró átta sinnum á lánið, en samtals var upphæðin 635 milljónir króna. Greitt var út í íslenskum krónum en um gengislán var að ræða. Því var helmingsskipt í svissneska franka og japönsk jen. KSÍ byrjaði að greiða inn á lánið snemma árs 2007 og hafði greitt það að fullu í september árið 2009. Í heildina borgaði KSÍ 1.017 milljónir króna til baka. Í kjölfar gengislánadóma sem féllu hér á landi höfðaði KSÍ mál gegn Landsbankanum, en það vildi meina að lánið hafi verið bundið ólögmætri gengistryggingu. Lögmaður KSÍ vildi meina að endurreikna þyrfti lánin þannig að Landsbankinn þyrfti að endurgreiða það sem greitt hafði verið umfram skyldu. Héraðsdómur dæmdi KSÍ í hag og sagði gengistrygginguna í andstæðu við lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Þá átti Landsbankinn að greiða KSÍ 600.000 krónur í málskostnað. Landsbankinn áfrýjaði til Hæstarétts sem sneri úrskurði Héraðsdóms í dag og þarf KSÍ nú að greiða bankanum eina milljóna króna í málskostnað fyrir hérað og Hæstarétt. Hæstiréttur taldi að dómkröfur KSÍ í stefnu hefðu ekki verið nægilega skýrar auk þess sem lánin hefðu nú þegar verið greidd að fullu og samningarnir þannig efndir og KSÍ ekki sýnt fram á hvaða lögmætu hagsmuni sambandið hefði af því að fá viðurkenningu á því að samningarnir fælu í sér ólögmæta gengistryggingu. Hefði málið unnist hefði KSÍ verið í stöðu til að sækja hundruði milljóna króna sem því fannst það hafa borgað umfram vegna verðtryggingarinnar. Niðurstaða Hæstaréttar er því viss skellur fyrir KSÍ.
Íslenski boltinn Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Sjá meira