Skattaívilnanir rafmagnsbíla renna út í Noregi árið 2017 Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2015 10:05 Tesla Model S er vinsæll í Noregi og var á tímabili mest selda bílgerðin. Í Noregi eru einu mestu skattaívilnanir sem þekkjast við kaup á rafmagnsbílum. Það sem af er liðið ári er einn af hverjum fimm nýjum bílum sem keyptir hafa verið þar rafmagnsbílar og er heildarmagn þeirra nú orðið yfir 50.000. Eru rafmagnsbílar nú 2% af heildarbílaflota Norðmanna. Þessi miklu kaup Norðmanna á rafmagnsbílum á undanförnum árum hefur valdið því að norska ríkið hefur orðið af 2 milljónum norskra króna í sköttum, eða 35,5 milljörðum króna. Í því ljósi eru norsk yfirvöld að íhuga að draga verulega úr þessum skattaívilnunum frá og með árinu 2017, en þegar þessar ívilnanir voru kynntar var lofað að þær myndu gilda til þess árs. Breytingarnar gætu verið fólgnar í því að viðhalda ívilnunum á minni rafmagnsbílum en minnka þær vegna stórra lúxusrafmagnsbíla eins og Tesla Model S. Sá bíll var á tímabili mest seldi bíllinn í Noregi og hefur það sviðið norskum yfirvöldum að kaupendur slíkra bíla njóti svo mikilla fríðinda og það hafi ekki verið meiningin með tilkomu ívilnanna. Í Noregi seldust þriðjungur þeirra rafmagnsbíla sem seldust í Evrópu í fyrra. Þá voru 13% allra seldra bíla rafmagnsbílar, en 19% það sem af er þessu ári. Meiningin er að afnema þessar ívilnanir í áföngum. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Í Noregi eru einu mestu skattaívilnanir sem þekkjast við kaup á rafmagnsbílum. Það sem af er liðið ári er einn af hverjum fimm nýjum bílum sem keyptir hafa verið þar rafmagnsbílar og er heildarmagn þeirra nú orðið yfir 50.000. Eru rafmagnsbílar nú 2% af heildarbílaflota Norðmanna. Þessi miklu kaup Norðmanna á rafmagnsbílum á undanförnum árum hefur valdið því að norska ríkið hefur orðið af 2 milljónum norskra króna í sköttum, eða 35,5 milljörðum króna. Í því ljósi eru norsk yfirvöld að íhuga að draga verulega úr þessum skattaívilnunum frá og með árinu 2017, en þegar þessar ívilnanir voru kynntar var lofað að þær myndu gilda til þess árs. Breytingarnar gætu verið fólgnar í því að viðhalda ívilnunum á minni rafmagnsbílum en minnka þær vegna stórra lúxusrafmagnsbíla eins og Tesla Model S. Sá bíll var á tímabili mest seldi bíllinn í Noregi og hefur það sviðið norskum yfirvöldum að kaupendur slíkra bíla njóti svo mikilla fríðinda og það hafi ekki verið meiningin með tilkomu ívilnanna. Í Noregi seldust þriðjungur þeirra rafmagnsbíla sem seldust í Evrópu í fyrra. Þá voru 13% allra seldra bíla rafmagnsbílar, en 19% það sem af er þessu ári. Meiningin er að afnema þessar ívilnanir í áföngum.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent