Buffon gerði grín að Sir Alex Ferguson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 08:30 Gianluigi Buffon og Sir Alex Ferguson. Vísir/Getty Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. Manchester United er eitt af þeim félögum sem enskir fjölmiðlar hafa sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Paul Pogba frá Juventus en ætli Juve yfir höfuð að selja hann þá eru önnur félög en United á undan í goggunarröðinni. Paul Pogba hefur staðið sig frábærlega með Juventus síðan að hann fór á frjálsri sölu frá Manchester United árið 2012. Pogba var ósáttur með að fá fá tækifæri með aðalliðinu auk þess að vera ósáttur við nýjan samning sem félagið var að bjóða honum. „Ég hef verið lengi í fótbolta en sú ákvörðun Sir Alex Ferguson og Manchester United að leyfa honum að fara er eins sú skrýtnasta sem ég veit um," sagði Gianluigi Buffon við Daily Express. „Við sáum hversu góður hann var eftir bara nokkrar æfingar. Það getur ekki hafa verið sami leikmaður og þeir sáu í Manchester. Við héldum kannski að þeir þyrftu gleraugu," sagði Buffon af kaldhæðni. „Ég hef aldrei séð svona leikmann á þessum aldri. Hann er svo sterkur, hefur svo mikla tækni og er ótrúlega fjölhæfur leikmaður," sagði Buffon um hinn 22 ára gamla Paul Pogba. „Pogba getur gert hluti sem enginn annar getur alveg eins og þeir Messi og Ronaldo. United lét einn besta leikmann heims fara en það var mjög gott fyrir okkur," sagði Buffon en Paul Pogba hefur hjálpað ítalska markverðinum að vinna þrjá af átta meistaratitlum sínum á Ítalíu. Manchester City er eitt af þeim félögum sem eru á eftir Paul Pogba í sumar. „Auðvitað er hann orðaður við stór peningalið eins og Chelsea, Real Madrid, PSG og City. Eins og er upplifir hann hinsvegar drauma sína hjá Juventus. Ef einhver ætlar að kaupa hann þá þarf það að borga fyrir hann metfé," sagði Buffon. Stuðningsmenn Manchester United fá gott tækifæri í kvöld til að sjá hvað liðið missti af en Juventus heimsækir þá Real Madrid á Bernabeu í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. Manchester United er eitt af þeim félögum sem enskir fjölmiðlar hafa sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Paul Pogba frá Juventus en ætli Juve yfir höfuð að selja hann þá eru önnur félög en United á undan í goggunarröðinni. Paul Pogba hefur staðið sig frábærlega með Juventus síðan að hann fór á frjálsri sölu frá Manchester United árið 2012. Pogba var ósáttur með að fá fá tækifæri með aðalliðinu auk þess að vera ósáttur við nýjan samning sem félagið var að bjóða honum. „Ég hef verið lengi í fótbolta en sú ákvörðun Sir Alex Ferguson og Manchester United að leyfa honum að fara er eins sú skrýtnasta sem ég veit um," sagði Gianluigi Buffon við Daily Express. „Við sáum hversu góður hann var eftir bara nokkrar æfingar. Það getur ekki hafa verið sami leikmaður og þeir sáu í Manchester. Við héldum kannski að þeir þyrftu gleraugu," sagði Buffon af kaldhæðni. „Ég hef aldrei séð svona leikmann á þessum aldri. Hann er svo sterkur, hefur svo mikla tækni og er ótrúlega fjölhæfur leikmaður," sagði Buffon um hinn 22 ára gamla Paul Pogba. „Pogba getur gert hluti sem enginn annar getur alveg eins og þeir Messi og Ronaldo. United lét einn besta leikmann heims fara en það var mjög gott fyrir okkur," sagði Buffon en Paul Pogba hefur hjálpað ítalska markverðinum að vinna þrjá af átta meistaratitlum sínum á Ítalíu. Manchester City er eitt af þeim félögum sem eru á eftir Paul Pogba í sumar. „Auðvitað er hann orðaður við stór peningalið eins og Chelsea, Real Madrid, PSG og City. Eins og er upplifir hann hinsvegar drauma sína hjá Juventus. Ef einhver ætlar að kaupa hann þá þarf það að borga fyrir hann metfé," sagði Buffon. Stuðningsmenn Manchester United fá gott tækifæri í kvöld til að sjá hvað liðið missti af en Juventus heimsækir þá Real Madrid á Bernabeu í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira