Rúrik Gíslason og Björn Bergmann Sigurðarson voru báðir í byrjunarliði FC Köbenhavn sem vann 0-1 sigur á Vestsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Thomas Delaney skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. Einni mínútu síðar var Björn Bergmann tekinn af velli.
Rúrik lék hins vegar allan leikinn fyrir FCK sem er í 2. sæti deildarinnar með 55 stig, níu stigum á eftir toppliði Midtjylland.
Eggert Gunnþór Jónsson og Frederik Schram voru ekki í leikmannahópi Vestsjælland sem er í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.
Fjórði sigur FCK í síðustu fimm leikjum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
