Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 14:16 "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur Kristinn. Vísir/GVA Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna þess að hann taldi sig ekki hafa stuðning allra í yfirstjórn bankans við skipulagsbreytingar sem hann hafði áhuga á að framkvæma. Holttum er á meðal vitna í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Tekin var símaskýrsla af honum með aðstoð dómtúlks og gekk það nokkuð illa framan af þar sem hann skildi orðið „stop” sem „start”. Hann gerði því góða grein fyrir því hvers vegna hann hafði byrjað að vinna fyrir Kauþing þegar saksóknari var í raun að spyrja hvers vegna hann hefði hætt.Spurði sig hvað væri að hjá bankanum Holttum sagði að hann hefði byrjað að vinna hjá bankanum því honum þótti starf alþjóðlegs regluvarðar áhugavert. Þá sá hann fyrir sér að hægt yrði að ráðast í skipulagsbreytingar varðandi regluvörslu bankans sem samanstóð af aðskildum teymum í þeim löndum þar sem bankinn hafði starfsemi. Taldi Holttum að hægt væri að auka samstarf þessara eininga en til þess kom ekki þar sem hann hætti hjá bankanum eftir rúmt hálft ár í starfi. Borin var undir hann skýrsla sem tekin var af honum hjá lögreglu og er eftirfarandi þar haft eftir Holttum í óbeinni ræðu: „Nikolas spurði sig margsinnis hvað væri að hjá bankanum, hvort það væri skipulagsleysi eða kæruleysi í rekstri. Nikolas hafði einnig áhyggjur af orðspori sínu en ákvað samt að gefa þessu sex mánuði og að þeim oknum sendi hann Helga [Sigurðssyni, yfirlögfræðingi Kaupþings] áðurnefnt bréf þar sem hann lagði línurnar hvernig starfið ætti að vera.” Aðspurður hvort rétt væri haft honum þarna sagði Holttum svo vera. Hann hefði skrifað Helga bréf, sex mánuðum eftir að hann byrjaði, þar sem hann lýsti ýmsum þeim atriðum sem hann hafði áhyggjur af í rekstri bankans.Undraðist á eignarhlut Kaupþings í eigin bréfum Saksóknari spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tímann rætt viðskipti Kaupþings með eigin bréf við einhvern hjá bankanum. „Það gæti hafa verið í júní 2008 þegar ég kom í seinasta skipti til Reykjavíkur. Þá ræddum við Helgi þetta og hann sagði við mig að bankinn væri kominn eitthvað yfir 4% í eigin bréfum. Hann var að spyrja mig um birtingarkröfur á grundvelli tilskipunar um gagnsæi viðskipta og ég gerði honum skýrt grein fyrir því að þegar bankinn færi yfir 5% þá væri komin flöggun.” Holttum sagðist svo hafa bent Helga á það að í sumum löndum væri ólöglegt fyrir banka að eiga í sjálfum sér, til dæmis í Þýskalandi, og að annars staðar þyrfti að tilkynna slík viðskipti í kauphöll. Helgi tjáði honum þá að slíkt væri ekki nauðsynlegt á Íslandi. Saksóknari spurði Holttum að lokum hvort hann hefði undrast að Kaupþing ætti yfir 4% í eigin bréfum. „Já, ég var nokkuð undrandi á því,” svaraði Holttum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna þess að hann taldi sig ekki hafa stuðning allra í yfirstjórn bankans við skipulagsbreytingar sem hann hafði áhuga á að framkvæma. Holttum er á meðal vitna í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Tekin var símaskýrsla af honum með aðstoð dómtúlks og gekk það nokkuð illa framan af þar sem hann skildi orðið „stop” sem „start”. Hann gerði því góða grein fyrir því hvers vegna hann hafði byrjað að vinna fyrir Kauþing þegar saksóknari var í raun að spyrja hvers vegna hann hefði hætt.Spurði sig hvað væri að hjá bankanum Holttum sagði að hann hefði byrjað að vinna hjá bankanum því honum þótti starf alþjóðlegs regluvarðar áhugavert. Þá sá hann fyrir sér að hægt yrði að ráðast í skipulagsbreytingar varðandi regluvörslu bankans sem samanstóð af aðskildum teymum í þeim löndum þar sem bankinn hafði starfsemi. Taldi Holttum að hægt væri að auka samstarf þessara eininga en til þess kom ekki þar sem hann hætti hjá bankanum eftir rúmt hálft ár í starfi. Borin var undir hann skýrsla sem tekin var af honum hjá lögreglu og er eftirfarandi þar haft eftir Holttum í óbeinni ræðu: „Nikolas spurði sig margsinnis hvað væri að hjá bankanum, hvort það væri skipulagsleysi eða kæruleysi í rekstri. Nikolas hafði einnig áhyggjur af orðspori sínu en ákvað samt að gefa þessu sex mánuði og að þeim oknum sendi hann Helga [Sigurðssyni, yfirlögfræðingi Kaupþings] áðurnefnt bréf þar sem hann lagði línurnar hvernig starfið ætti að vera.” Aðspurður hvort rétt væri haft honum þarna sagði Holttum svo vera. Hann hefði skrifað Helga bréf, sex mánuðum eftir að hann byrjaði, þar sem hann lýsti ýmsum þeim atriðum sem hann hafði áhyggjur af í rekstri bankans.Undraðist á eignarhlut Kaupþings í eigin bréfum Saksóknari spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tímann rætt viðskipti Kaupþings með eigin bréf við einhvern hjá bankanum. „Það gæti hafa verið í júní 2008 þegar ég kom í seinasta skipti til Reykjavíkur. Þá ræddum við Helgi þetta og hann sagði við mig að bankinn væri kominn eitthvað yfir 4% í eigin bréfum. Hann var að spyrja mig um birtingarkröfur á grundvelli tilskipunar um gagnsæi viðskipta og ég gerði honum skýrt grein fyrir því að þegar bankinn færi yfir 5% þá væri komin flöggun.” Holttum sagðist svo hafa bent Helga á það að í sumum löndum væri ólöglegt fyrir banka að eiga í sjálfum sér, til dæmis í Þýskalandi, og að annars staðar þyrfti að tilkynna slík viðskipti í kauphöll. Helgi tjáði honum þá að slíkt væri ekki nauðsynlegt á Íslandi. Saksóknari spurði Holttum að lokum hvort hann hefði undrast að Kaupþing ætti yfir 4% í eigin bréfum. „Já, ég var nokkuð undrandi á því,” svaraði Holttum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59