Rickie Fowler sigraði á Players eftir ótrúlega dramatík á lokahringnum 11. maí 2015 00:17 Rickie Fowler eftir að hafa sett niður sigurpúttið á 17. flöt. Getty Þeir golfáhugamenn sem settust niður í kvöld og horfðu á lokahringinn á Players meistaramótinu fengu mikið fyrir sinn snúð en magnað golf og ótrúleg dramatík einkenndi lokadaginn á þessu gríðarstóra móti sem oft er kallað fimmta risamótið í golfheiminum. Fyrir lokahringinn voru 30 kylfingar á innan við fimm höggum frá efsta manni og því mátti búast við mikilli spennu sem reyndist svo sannarlega vera raunin en Rickie Fowler var miðpunktur athyglinnar framan af. Hann sigldi lygnan sjó þegar að sex holur voru eftir af lokahringnum á TPC Sawgrass, fjórum höggum á eftir efstu mönnum, en þá setti þessi 26 ára gamli Bandaríkjamaður í annan gír og fékk einn örn, fjóra fugla og eitt par á síðustu sex holunum. Það dugði honum til þess að byggja upp tveggja högga forystu en margir kylfingar áttu þá eftir að klára sinn hring.Sergio Garcia var fyrstur til þess að svara Fowler en hann fékk tvo fugla á síðustu þremur holunum til þess að jafna við hann á 12 höggum undir pari. Það gerði Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner einnig en hann missti rúmlega fjögurra metra pútt á lokaholunni fyrir sigri í mótinu. Það voru því þeir þrír, Garcia, Kisner og Fowler, sem fóru í þriggja holu bráðabana en þar datt Garcia úr leik og því var hin sögufræga 17. hola leikin á ný til þess að skera úr um á milli Kisner og Fowler. Þar fékk Fowler öruggan fugl á meðan að Kisner rétt missti sitt pútt fyrir fugli, og tryggði hann sér því sinn stærsta sigur á ferlinum ásamt rúmlega 220 milljóna króna verðlaunafé. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, endaði jafn í áttunda sæti á átta höggum undir pari en Tiger Woods lék á sléttu pari í dag og endaði jafn í 69. sæti á þremur yfir pari samtals. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þeir golfáhugamenn sem settust niður í kvöld og horfðu á lokahringinn á Players meistaramótinu fengu mikið fyrir sinn snúð en magnað golf og ótrúleg dramatík einkenndi lokadaginn á þessu gríðarstóra móti sem oft er kallað fimmta risamótið í golfheiminum. Fyrir lokahringinn voru 30 kylfingar á innan við fimm höggum frá efsta manni og því mátti búast við mikilli spennu sem reyndist svo sannarlega vera raunin en Rickie Fowler var miðpunktur athyglinnar framan af. Hann sigldi lygnan sjó þegar að sex holur voru eftir af lokahringnum á TPC Sawgrass, fjórum höggum á eftir efstu mönnum, en þá setti þessi 26 ára gamli Bandaríkjamaður í annan gír og fékk einn örn, fjóra fugla og eitt par á síðustu sex holunum. Það dugði honum til þess að byggja upp tveggja högga forystu en margir kylfingar áttu þá eftir að klára sinn hring.Sergio Garcia var fyrstur til þess að svara Fowler en hann fékk tvo fugla á síðustu þremur holunum til þess að jafna við hann á 12 höggum undir pari. Það gerði Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner einnig en hann missti rúmlega fjögurra metra pútt á lokaholunni fyrir sigri í mótinu. Það voru því þeir þrír, Garcia, Kisner og Fowler, sem fóru í þriggja holu bráðabana en þar datt Garcia úr leik og því var hin sögufræga 17. hola leikin á ný til þess að skera úr um á milli Kisner og Fowler. Þar fékk Fowler öruggan fugl á meðan að Kisner rétt missti sitt pútt fyrir fugli, og tryggði hann sér því sinn stærsta sigur á ferlinum ásamt rúmlega 220 milljóna króna verðlaunafé. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, endaði jafn í áttunda sæti á átta höggum undir pari en Tiger Woods lék á sléttu pari í dag og endaði jafn í 69. sæti á þremur yfir pari samtals.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira