Fótbolti

Gunnar Heiðar hafði betur í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Heiðar fagnar marki.
Gunnar Heiðar fagnar marki. vísir/getty
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Hjörtur Logi Valgarðsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson voru í eldlínunni í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Håcken vann Örebro 2-0.

Nasiru Mohammed kom Håcken yfir eftir 29. mínútna leik og átta mínútum síðar skoraði Samuel Gustafsson annað mark Håcken. Lokatölur 2-0.

Gunnar Heiðar spilaði allan leikinn fyrir Håcken sem er í níunda sæti deildarinnar með ellefu stig. Hjörtur Logi og Eiður Aron spiluðu einnig allan leikinn, en Örebro er með tvö stig eftir átta leiki og er á botninum.

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahóp Norrköping, líklega vegna meðsla, en Norrköping gerði 2-2 jafntefli við AIK. Þeir sitja í fimmta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×