Utanboxhugsun fyrir ferðamenn Stjórnarmaðurinn skrifar 27. maí 2015 07:00 Árið 2015 verður tímamótaár í Íslandssögunni. Fjöldi ferðamanna fer í fyrsta skipti yfir eina milljón. Eðlilegt er að þessum áður óþekkta heimsóknarfjölda fylgi nýjar áskoranir. Huga þarf að hvernig vernda á náttúruperlur fyrir átroðningi, rétt eins og tryggja verður að infrastrúktúr landsins beri álagið. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn nýta sér ekki innanlandsflug. Er því ekki kominn tími til að dusta rykið af kostnaðargreiningum sem gerðar voru á léttlestarkerfi frá Keflavík til Reykjavíkur? Ljóst er að forsendur eru breyttar síðan þá, ferðamannafjöldinn hefur margfaldast. Sennilega eru meiri þægindi og nýtileiki fólgin í góðum samgöngum milli Keflavíkur og höfuðborgarinnar en innlandsflugvelli í miðborginni. Hvað sem líður harmakveini landsbyggðarþingmanna og annarra sem telja alla nema Reykvíkinga mega berjast fyrir hagsmunum nærumhverfisins. Þessi nýi raunveruleiki snýr ekki bara að framtíðardraumum um léttlestarkerfi, heldur nánast öllu sem tengist ferðamannaiðnaðinum. Stjórnarmaðurinn hnaut um umkvartanir formanna Neytendasamtakanna og Félags leiðsögumanna varðandi verðlag á ferðamannastöðvum. Mátti lesa milli línanna að þeir teldu aðgerða þörf ef ekki ætti illa að fara og ferðamenn hreinlega fælast frá vegna verðlags. Stjórnarmaðurinn deilir ekki þessum áhyggjum, enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur túrisma að verðlag fari hækkandi. Túristinn sjálfur verður svo að taka ákvörðun um hvort hann fellur í gildruna. Formaður félags leiðsögumanna gerði að umtalsefni verðmun á bolum merktum Bláa lóninu annars vegar, og Hellisheiðarvirkjun hins vegar. Sá fyrrnefndi kostaði tæpar fimm þúsund krónur, en sá seinni fimmtán hundruð. Ekki væri sjáanlegur gæðamunur á bolunum tveimur. Stjórnarmaðurinn er ekki sammála formanninum. Bláa lóninu hefur tekist vel til í markaðssetningu og búið til vörumerki sem þekkt er víða um heim. Þótt Hellisheiðarvirkjun sé ágæt verður seint sagt að hún teljist til vinsælli ferðamannastaða landsins. Þar liggur verðmunurinn. Stjórnarmaðurinn er hins vegar sammála undirtóninum í orðum formanns félags leiðsögumanna, þ.e.a.s. við getum ekki tekið þessum ferðamannafjölda sem sjálfsögðum hlut og verðum að vanda til verka ef íslenska ferðamannavorið á að verða að sumri. Þar bera allir ábyrgð. Kaupmenn, leiðsögumenn og aðrir, en síðast en ekki síst stjórnvöld, sem þurfa að huga að infrastrúktúr í landi sem þarf að þola áður óþekktan átroðning. Þar þarf að hugsa út fyrir boxið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Árið 2015 verður tímamótaár í Íslandssögunni. Fjöldi ferðamanna fer í fyrsta skipti yfir eina milljón. Eðlilegt er að þessum áður óþekkta heimsóknarfjölda fylgi nýjar áskoranir. Huga þarf að hvernig vernda á náttúruperlur fyrir átroðningi, rétt eins og tryggja verður að infrastrúktúr landsins beri álagið. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn nýta sér ekki innanlandsflug. Er því ekki kominn tími til að dusta rykið af kostnaðargreiningum sem gerðar voru á léttlestarkerfi frá Keflavík til Reykjavíkur? Ljóst er að forsendur eru breyttar síðan þá, ferðamannafjöldinn hefur margfaldast. Sennilega eru meiri þægindi og nýtileiki fólgin í góðum samgöngum milli Keflavíkur og höfuðborgarinnar en innlandsflugvelli í miðborginni. Hvað sem líður harmakveini landsbyggðarþingmanna og annarra sem telja alla nema Reykvíkinga mega berjast fyrir hagsmunum nærumhverfisins. Þessi nýi raunveruleiki snýr ekki bara að framtíðardraumum um léttlestarkerfi, heldur nánast öllu sem tengist ferðamannaiðnaðinum. Stjórnarmaðurinn hnaut um umkvartanir formanna Neytendasamtakanna og Félags leiðsögumanna varðandi verðlag á ferðamannastöðvum. Mátti lesa milli línanna að þeir teldu aðgerða þörf ef ekki ætti illa að fara og ferðamenn hreinlega fælast frá vegna verðlags. Stjórnarmaðurinn deilir ekki þessum áhyggjum, enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur túrisma að verðlag fari hækkandi. Túristinn sjálfur verður svo að taka ákvörðun um hvort hann fellur í gildruna. Formaður félags leiðsögumanna gerði að umtalsefni verðmun á bolum merktum Bláa lóninu annars vegar, og Hellisheiðarvirkjun hins vegar. Sá fyrrnefndi kostaði tæpar fimm þúsund krónur, en sá seinni fimmtán hundruð. Ekki væri sjáanlegur gæðamunur á bolunum tveimur. Stjórnarmaðurinn er ekki sammála formanninum. Bláa lóninu hefur tekist vel til í markaðssetningu og búið til vörumerki sem þekkt er víða um heim. Þótt Hellisheiðarvirkjun sé ágæt verður seint sagt að hún teljist til vinsælli ferðamannastaða landsins. Þar liggur verðmunurinn. Stjórnarmaðurinn er hins vegar sammála undirtóninum í orðum formanns félags leiðsögumanna, þ.e.a.s. við getum ekki tekið þessum ferðamannafjölda sem sjálfsögðum hlut og verðum að vanda til verka ef íslenska ferðamannavorið á að verða að sumri. Þar bera allir ábyrgð. Kaupmenn, leiðsögumenn og aðrir, en síðast en ekki síst stjórnvöld, sem þurfa að huga að infrastrúktúr í landi sem þarf að þola áður óþekktan átroðning. Þar þarf að hugsa út fyrir boxið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur