Spennan var mikil á lokahringnum á Crowne Plaza Invitational sem fram fór á Colinial vellinum í Texas og kláraðist í gær en gríðarlega margir kylfingar voru í baráttunni um sigurinn alveg fram á síðustu holu.
Það var þó Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk sem fór með sigur af hólmi en hann endaði á 12 höggum undir pari eftir lokahring upp á 66 högg, einu höggi betri en landar sínir Jason Bohn, Brandt Snedeker og heimamaðurinn Jordan Spieth sem enduðu á 11 höggum undir.
Spieth var vel studdur af áhorfendum á lokahringnum en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu.
Hann gerði þó ein dýr mistök sem kostuðu hann að lokum en þau komu á 16. holu þar sem hann þrípúttaði í fyrsta sinn eftir að hafa leikið 183 holur á PGA-mótaröðinni án þess að þrípútta.
Á Evrópumótaröðinni fór BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en þar sigraði ungur Suður-Kóreumaður, Beyung-Hun An, eftir að hafa farið á kostum á lokahringnum og leikið á 65 höggum eða sjö undir pari.
Hann sigraði mótið með sex höggum en Tælendingurinn Thongchai Jaidee og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez deildu öðru sætinu.
Chris Kirk sigraði eftir spennuþrunginn lokahring í Texas
Kári Örn Hinriksson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn



Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
