Ragnhildur með sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni Anton Ingi Leifsson skrifar 24. maí 2015 14:36 Frá vinstri á hópmyndinni; Anna Sólveig Snorradóttir GK, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Sunna Víðisdóttir GR. vísir/gsí Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á Egils Gullmótinu. Mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Ragnhildur lék á 79 höggum í dag, en hún lék einnig á 79 síðari hringinn í gær. Fyrsta hringinn lék á 76 höggum og samtals +18. Næst kom Sunna Víðisdóttir, GR, á +21 og Anna Sólveig Snorradóttir úr GK kom næst á +24. „Ég er búinn að bíða eftir þessu móti frá því í nóvember og það var ljúft að sigra. Mér líður bara vel eftir fyrsta sigurinn og það er gott að vera búin að ná þessum áfanga,“ sagði Ragnhildur eftir sigurinn en hún hefur nokkrum sinnum náð á verðlaunapall á Eimskipsmótaröðinni en aldrei sigrað áður. Raghildur er fædd árið 1997 og verður því 18 ára á þessu ári og hún á því framtíðina fyrir sér. „Ég var með ekki miklar væntingar fyrir mótið og mætti afslöppuð til leiks. Hugarfarið er betra en áður og ég náði að vinna mig í gegnum mótlætið á lokahringnum eftir erfiða byrjun,“ bætti hún við en Ragnhildur lék síðari 9 holurnar í dag á pari. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á Egils Gullmótinu. Mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Ragnhildur lék á 79 höggum í dag, en hún lék einnig á 79 síðari hringinn í gær. Fyrsta hringinn lék á 76 höggum og samtals +18. Næst kom Sunna Víðisdóttir, GR, á +21 og Anna Sólveig Snorradóttir úr GK kom næst á +24. „Ég er búinn að bíða eftir þessu móti frá því í nóvember og það var ljúft að sigra. Mér líður bara vel eftir fyrsta sigurinn og það er gott að vera búin að ná þessum áfanga,“ sagði Ragnhildur eftir sigurinn en hún hefur nokkrum sinnum náð á verðlaunapall á Eimskipsmótaröðinni en aldrei sigrað áður. Raghildur er fædd árið 1997 og verður því 18 ára á þessu ári og hún á því framtíðina fyrir sér. „Ég var með ekki miklar væntingar fyrir mótið og mætti afslöppuð til leiks. Hugarfarið er betra en áður og ég náði að vinna mig í gegnum mótlætið á lokahringnum eftir erfiða byrjun,“ bætti hún við en Ragnhildur lék síðari 9 holurnar í dag á pari.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira