Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 11:50 Ari fagnar með Kolbeini Sigþórssyni eftir sigur Íslands á Tyrklandi. vísir/anton Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Ari fór meiddur af velli í leik OB og Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrradag en var mættur út á völl í morgun og virtist vera í lagi. „Það er alltaf gaman að koma heim. Það var frábært veðrið sem tók á móti manni. Ég hélt ég myndi fljúga aftur inn í Leifsstöð, það var svo mikið rok,“ sagði Ari í léttum dúr. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Tékkum í undankeppni EM á föstudaginn.Gaman að spila þegar mikið er undir „Mér líst mjög vel á hann og er mjög spenntur. Það er gaman að spila svona leiki, þegar mikið er undir,“ sagði Ari og bætti því við að íslenska liðið hefði lært mikið af fyrri leiknum gegn Tékkum, sem tapaðist 2-1. „Svo sannarlega. Við mættum mjög góðu og vel skipulögðu liði og við vorum kannski alveg á tánum sjálfir. Við byrjuðum reyndar ágætlega og skoruðum fyrsta markið en restin af leiknum var ekkert sérstök.“ Eins og áður sagði kláraðist danska deildin um helgina. OB endaði í 9. sæti og Ari segir að liðið geti nokkuð vel við unað með þá niðurstöðu. „Þetta eru kannski vonbrigði en við byrjuðum illa og vorum með sex stig eftir níu umferðir. Þá fengum við nýjan þjálfara sem kom þessu í gang og við náðum því markmiði að halda okkur uppi. „En ef við hefðum unnið einn leik í viðbót hefðum við náð markmiðinu okkar sem var 7. sæti,“ sagði Ari sem gerir ráð fyrir því að vera áfram í herbúðum OB. „Já, ég geri það. Við erum með nýjan þjálfara og það eru spennandi tímar framundan. Þetta er þjálfari sem vill spila fótbolta þótt hann sé pínu gamaldags,“ sagði Ari en umræddur þjálfari heitir Kent Nielsen og lék með Aston Villa og danska landsliðinu á árunum áður og varð m.a. Evrópumeistari með Dönum 1992. „Mér líst vel á þetta. En það þurfa að koma margir nýir leikmenn inn og þjálfarateymið er alveg nýtt. Þetta verður spennandi.“Átti of marga lélega leiki Ari var fastamaður í liði OB á nýafstöðnu tímabili og lék 30 af 33 leikjum liðsins í deildinni. Hann er þó ekki ánægður með eigin frammistöðu á tímabilinu. „Ég er ekki nógu sáttur með þetta tímabil ef ég á að segja eins og er. Ég átti nokkra fína leiki en heilt yfir var ég ekki nógu sáttur við sjálfan mig. Ég átti of marga lélega leiki,“ sagði Ari að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Ari fór meiddur af velli í leik OB og Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrradag en var mættur út á völl í morgun og virtist vera í lagi. „Það er alltaf gaman að koma heim. Það var frábært veðrið sem tók á móti manni. Ég hélt ég myndi fljúga aftur inn í Leifsstöð, það var svo mikið rok,“ sagði Ari í léttum dúr. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Tékkum í undankeppni EM á föstudaginn.Gaman að spila þegar mikið er undir „Mér líst mjög vel á hann og er mjög spenntur. Það er gaman að spila svona leiki, þegar mikið er undir,“ sagði Ari og bætti því við að íslenska liðið hefði lært mikið af fyrri leiknum gegn Tékkum, sem tapaðist 2-1. „Svo sannarlega. Við mættum mjög góðu og vel skipulögðu liði og við vorum kannski alveg á tánum sjálfir. Við byrjuðum reyndar ágætlega og skoruðum fyrsta markið en restin af leiknum var ekkert sérstök.“ Eins og áður sagði kláraðist danska deildin um helgina. OB endaði í 9. sæti og Ari segir að liðið geti nokkuð vel við unað með þá niðurstöðu. „Þetta eru kannski vonbrigði en við byrjuðum illa og vorum með sex stig eftir níu umferðir. Þá fengum við nýjan þjálfara sem kom þessu í gang og við náðum því markmiði að halda okkur uppi. „En ef við hefðum unnið einn leik í viðbót hefðum við náð markmiðinu okkar sem var 7. sæti,“ sagði Ari sem gerir ráð fyrir því að vera áfram í herbúðum OB. „Já, ég geri það. Við erum með nýjan þjálfara og það eru spennandi tímar framundan. Þetta er þjálfari sem vill spila fótbolta þótt hann sé pínu gamaldags,“ sagði Ari en umræddur þjálfari heitir Kent Nielsen og lék með Aston Villa og danska landsliðinu á árunum áður og varð m.a. Evrópumeistari með Dönum 1992. „Mér líst vel á þetta. En það þurfa að koma margir nýir leikmenn inn og þjálfarateymið er alveg nýtt. Þetta verður spennandi.“Átti of marga lélega leiki Ari var fastamaður í liði OB á nýafstöðnu tímabili og lék 30 af 33 leikjum liðsins í deildinni. Hann er þó ekki ánægður með eigin frammistöðu á tímabilinu. „Ég er ekki nógu sáttur með þetta tímabil ef ég á að segja eins og er. Ég átti nokkra fína leiki en heilt yfir var ég ekki nógu sáttur við sjálfan mig. Ég átti of marga lélega leiki,“ sagði Ari að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti