Fótbolti

Ísland á tvo af níu bestu knattspyrnumönnum Norðurlanda frá upphafi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson eru og voru ansi góðir í fótbolta.
Eiður Smári Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson eru og voru ansi góðir í fótbolta. vísir/getty
Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir á lista yfir bestu tíu knattspyrnumenn Norðurlanda frá upphafi.

Það er sænska blaðið Aftonbladet sem stendur fyrir kosningunni, en það fékk einn blaðamann og einn knattspyrnumann eða þjálfara frá hverju landi á Norðurlöndum til að setja saman 15 manna lista.

Útkoman er listi yfir 20 bestu leikmenn Norðurlanda frá upphafi þar sem Ásgeir Sigurvinsson er í sjöunda sæti og Eiður Smári Guðjohnsen í níunda sæti.

Ásgeir Sigurvinsson var meistari með Stuttgart árið 1984 og kjörinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar sama ár, en Eiður Smári hefur unnið Englandsmeistaratitilinn, Spánarmeistaratitilinn, Meistaradeildina og er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.

Michael Laudrup er bestur í sögu Norðurlandanna.vísir/getty
Daninn Michael Laudrup er besti knattspyrnumaður Norðurlanda samkvæmt þessari kosningu, en hann vann Meistaradeildina með með Barcelona árið 1992 og Spánarmeistaratitilinn fimm ár í röð. Þá varð hann Ítalíumeistari með Juventus og Hollandsmeistari með Ajax.

Zlatan Ibrahimovic frá Svíþjóð er í öðru sæti, en hann hefur orðið deildarmeistari í 14 skipti á síðustu 15 árum í fjórum löndum.

Danir eiga þrjá af fjórum efstu á listanum því markvörðurinn Peter Schmeichel er í þriðja sæti og Allan Simoensen í fjórða sæti. Finninn Jari Litmanen er í fimmta sæti listans.

10 bestu knattspyrnumenn Norðurlanda frá upphafi:

1. Michael Laudrup, Danmörku

2. Zlatan Ibrahimovic, Svíþjóð

3. Peter Schmeichel, Danmörku

4. Allan Simonsen, Danmörku

5. Jari Litmanen, Finnlandi

6. Henrik Larsson, Svíþjóð

7. Ásgeir Sigurvinsson, Íslandi

8. Gunnar Nordahl, Svíþjóð

9. Eidur Smári Guðjohnsen, Íslandi

10. Brian Laudrup, Danmörku

Hér má sjá listann í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×