Fótbolti

Dramatík í sænska boltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjálmar í leik með Gautaborg.
Hjálmar í leik með Gautaborg. vísir/getty
Hjálmar Jónsson og félagar halda áfram sigurgöngu sinni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en þeir eru með átta stiga forskot eftir þrettán umferðir.

Hjálmar stóð vaktina í vörn Gautaborgar allan leikinn, en sigurmarkið lét bíða eftir sér. Þeir unnu að lokum 1-0 sigur með marki frá Thomas Mikkelsen á 86. mínútu.

Gautaborg er á toppnum með 32 stig, en Malmö, Elfsborg og IFK Norrköping eru öll með 24 stig. Þau eiga þó öll leik til góða.

Það var heldur betur dramatík í leik Sundsvall og Kalmar í sömu deild. Stefan Aalander kom Sundsvall yfir í uppbótartíma, en David Elm jafnaði skömmu síðar. Lokatölur 1-1.

Jón Guðni Fjóluson og Rúnar Már Sigurjónsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Sundsvall sem er í þrettánda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×