Fótbolti

Naumur sigur Rosenborg í toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmar Örn í landsleik.
Hólmar Örn í landsleik. vísir/getty
Hólmar Örn Eyjólfsson unnu 2-1 sigur á Vålerenga í toppbaráttuslag í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Rosenborg trónir á toppi norsku deildarinnar.

Pål André Helland kom Rosenborg yfir á 50. mínútu, en fjórum mínútum síðar var Helland búinn að tvöfalda forystu Rosenborg.

Heimamenn í Vålerenga voru þó ekki hættir. Deshorn Brown minnkaði muninn fyrir þá á 66. mínútu, en nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1 sigur Rosenborgar.

Hólmar Örn spilaði allan leikinn í vörn Rosenborg sem er á toppnum með 29 stig, en Stabæk er í öðru sætinu með 23. Stabæk á þó leik til góða.

Elías Már Ómarsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir heimamenn og krækti sér í gult spjald, en Vålerenga er í þriðja sætinum eð 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×