Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst í dag á Chambers Bay-vellinum í Seattle og er búist við spennandi keppni á nýjum strandvelli.
Tiger Woods mætir til leiks í 195. sæti heimslistans, en hann hefur aldrei verið neðar á heimslistanum.
Hann hefur ekki unnið risamót í sjö ár eða síðan hann fagnaði sigri á US Open árið 2008 og mætir til leiks eftir að fara hring á Memorial-mótinu í Ohio á dögunum á 85 höggum.
Tiger hefur verið að breyta sveiflunni sinni mikið undanfarni misseri og segist vera að ganga í gegnum erfiða tíma til að upplifa þá góðu aftur.
„Þegar ég hef gert breytingar hef ég komist í gegnum þær og það hefur hjálpað til lengri tíma litið. Ég varð að taka ákvörðun og það gerði ég,“ segir Tiger.
„Þetta ár hefur svo sannarlega verið erfitt en stundum verður maður bara að breyta til. Það var erfitt að fara í gegnum það sem ég gerði á Torrey Pines og í Phoenix en að koma til baka á Masters-mótinu og spila ágætlega þar gaf mér mikið sjálfstraust,“ segir Tiger Woods.
Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi US Open hefst á Golfstöðinni klukkan 17.00.
Tiger: Stundum verður maður að breyta til
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti



Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti






Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti