Þakkarræða Halldóru sló í gegn: "Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til“ Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2015 21:24 Halldóra Geirharðsdóttir hlaut mikið lof fyrir ræðu sína á Grímuhátíðinni í kvöld. Vísir/Andri Marinó Halldóra Geirharðsdóttir leikkona sló rækilega í gegn með þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Grímunnar, sem fram fór í kvöld. Halldóra, sem valin var besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Billy Elliot, hlaut mikið lófaklapp viðstaddra fyrir að nýta ræðutíma sinn í að fjalla um stöðu barna efnaminni fjölskyldna í samfélaginu. „Það sem mig langar að segja, og þá fá ég kökkinn í hálsinn því mér liggur það á hjarta, er að mér finnst samfélagið okkar vera að halla sér of mikið í þá átt að fólk þurfi meiri og meiri pening í poka til þess að börnin þeirra eigi framtíð. Og eigi jafnmikla möguleika og hvert einasta barn í þessu landi,“ sagði Halldóra. „Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til. Það á aldrei að skipta máli hvað mamma þín og pabbi eiga mikið eða hvaða bakland er á bakvið hvert einasta barn. Billy Elliot er um þetta og þess vegna er svo auðvelt að leika í henni.“ Halldóra hlaut sem fyrr segir frábærar viðtökur, bæði meðal viðstaddra gesta og á samskiptamiðlum beint í kjölfarið.Halldóra Geirharðsdóttir hefur alltaf verið uppáhalds leikkonan mín. Núna er hún hetjan mín #Gríman— Sigríður Margrét (@sirmaeinars) June 16, 2015 YASSSS HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR! YAAAAAASSSS #Gríman— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) June 16, 2015 Má ég fá fav á mömmu? #gríman— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 16, 2015 Gríman Leikhús Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona sló rækilega í gegn með þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Grímunnar, sem fram fór í kvöld. Halldóra, sem valin var besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Billy Elliot, hlaut mikið lófaklapp viðstaddra fyrir að nýta ræðutíma sinn í að fjalla um stöðu barna efnaminni fjölskyldna í samfélaginu. „Það sem mig langar að segja, og þá fá ég kökkinn í hálsinn því mér liggur það á hjarta, er að mér finnst samfélagið okkar vera að halla sér of mikið í þá átt að fólk þurfi meiri og meiri pening í poka til þess að börnin þeirra eigi framtíð. Og eigi jafnmikla möguleika og hvert einasta barn í þessu landi,“ sagði Halldóra. „Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til. Það á aldrei að skipta máli hvað mamma þín og pabbi eiga mikið eða hvaða bakland er á bakvið hvert einasta barn. Billy Elliot er um þetta og þess vegna er svo auðvelt að leika í henni.“ Halldóra hlaut sem fyrr segir frábærar viðtökur, bæði meðal viðstaddra gesta og á samskiptamiðlum beint í kjölfarið.Halldóra Geirharðsdóttir hefur alltaf verið uppáhalds leikkonan mín. Núna er hún hetjan mín #Gríman— Sigríður Margrét (@sirmaeinars) June 16, 2015 YASSSS HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR! YAAAAAASSSS #Gríman— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) June 16, 2015 Má ég fá fav á mömmu? #gríman— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 16, 2015
Gríman Leikhús Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira