Jakob Schoop, leikmaður KR og fyrrum leikmaður OB í Danmörku, ákvað að skella sér á leik Íslands og Tékklands á föstudaginn. Hann segir í viðtali við bt.dk að hann hafi verið Íslendingur í hjarta sínu á meðan leik stóð.
"Það er vel hægt að merkja að þetta góða gengi kemur fólki á óvart en það má líka merkja að fólk veit að lið þeirra er gott. Nú er pressa á íslenska liðinu því fólk býst við að það komist áfram
Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þetta sé möguleiki en það er mikill stuðningur við liðið hér á landi. Þetta er eins og ein stór fjölskylda," segir Schoop.
Schoop fór á leikinn ásamt liðsfélaga sínum og samlanda, Sören Frederiksen og hann segir að sú upplifun sé eitthvað sem hann muni seint gleyma.
"Það var ómæld gleði á vellinum. Stuðningsmennirnir voru ótrúlegir og það var engu líkara en að tvisvar sinnum fleiri væru á vellinum en raunin var. Fólk hefur virkilega trú á að liðið komist á EM í fyrsta sinn og það er mjög líklegt. Við vorum líka miklir Íslendingar í hjarta okkar allt til enda. Þetta var ótrúleg upplifun," segir Schoop.
"Það sást að þeir [leikmenn Íslands] gefast aldrei upp og játa sig aldrei sigraða. Þeir halda áfram þar til dómarinn flautar. Liðið stendur þétt saman og það virðist vera frábær andi í liðinu," segir Schoop ennfremur um íslenska liðið.
Var Íslendingur í hjarta sínu þegar Ísland mætti Tékkum

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti