Lífið

Þolir ekki fólk sem smjattar og getur ekki sofið í nærbuxum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hann þolir ekki fólk sem smjattar, getur ekki sofið í nærbuxum, tapsár og fljótur að verða pirraður. Ef hann væri ekki atvinnumaður í fótbolta væri hann að spila handbolta eða fasteignasali. Hann er mömmustrákur og hikar ekki við að viðurkenna það. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í nærmynd í Ísland í dag.

„Ég man þegar ég valdi fótboltann að þá sagði ég pabba að ég ætlaði að spila minn fyrsta landsleik þegar ég væri átján ára og það varð að veruleika,“ segir Aron Einar. „Þetta er lífið hjá manni núna og ég er sáttur. Maður hatar það ekki að vera fyrirliði landsliðsins og spila fótbolta.“

Aron og bróðir hans Arnór Þór, sem er landsliðsmaður í handbolta, voru eitt sinn alltaf að keppa hvor gegn öðrum. Það skipti ekki máli hvað það var, þeir fundu leið til að gera kapp úr því.

„Ég hefði sennilega verið titlaður ofvirkur núna en einhvernvegin tókst okkur að koma þessu frá okkur í íþróttunum. Man alltaf eftir því hvað mamma kom heim og tók eftir því að eitthvað var í gangi. Þá höfðum við verið í handbolta í stofunni og brotið vasa eða lampa. Við sögðu auðvitað að þetta hefðum ekki verið við þannig við vorum báðir skammaðir.“

Innslagið úr Ísland í dag má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×