Fótbolti

Nürnberg kaupir Rúrik Gíslason frá FCK

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rúrik Gíslason hefur þakkað fyrir sig hjá FCK.
Rúrik Gíslason hefur þakkað fyrir sig hjá FCK. vísir/getty
Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir danska úrvalsdeildarliðið FC Kaupmannahöfn.

Fram kemur á heimasíðu liðsins í dag að félagið sé búið að selja hann til þýska 2. deildar liðsins Nürnberg, en Rúrik hefur verið orðaður við það lið í smá tíma.

Rúrik gekk í raðir FCK frá OB fyrir þremur árum og á að baki 95 leiki fyrir liðið, meðal annars í Meistaradeild Evrópu.

„Við þökkum Rúrik fyrir sitt framlag síðustu þrjú árin. Hann hefur alltaf skilað 100 prósent framlagi. Hann hjálpaði okkur að vinna titla og að spila í Meistaradeildinni,“ segir Ståle Solbakken, þjálfari FCK, um Rúrik.

Nürnberg hafnaði í áttunda sæti þýsku 2. deildarinnar á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×