„Stórfelld markaðsmisnotkun“ stunduð í deild eigin viðskipta Kaupþings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2015 16:16 Frá aðalmeðferð málsins í maí síðastliðnum. vísir/gva Það er mat fjölskipaðs héraðsdóms að í deild eigin viðskipta hjá Kaupþingi hafi verið stunduð „stórfelld markaðsmisnotkun,“ en sex fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans voru í dag sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Topparnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Inólfur Helgason voru allir sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun auk Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Þá voru undirmenn hans, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, einnig sakfelldir.Ekki fallist á skýringar um að Kaupþing hafi verið með vakt í eigin bréfumÁ ákærutímabilinu keyptu Pétur og Birnir mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta bankans. Vildi ákæruvaldið meina að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða þar sem markmið kaupanna hafi verið að halda verði bréfanna uppi eða koma í veg fyrir að það félli. Þá hafi mikil kaup eigin viðskipta verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfunum ranglega eða misvísandi til kynna. Dómurinn gefur lítið fyrir skýringar ákærðu á því að Kaupþing hafi verið með viðskiptavakt í sjálfum sér í fjölda ára og keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Ákærðu hafi þar af leiðandi talið að starfseminn væri innan ramma laganna auk þess sem öllum hafi verið kunnugt um vaktina, bæði markaðsaðilum sem og eftirlitsaðilum. „Á þetta er ekki hægt að fallast. Hér að framan var starfseminni lýst og komist að þeirri niðurstöðu að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða. Við mat á því skiptir engu máli hvað öðrum kann að hafa verið kunnugt um og heldur ekki hvort eftirlitsaðilar hafi séð ástæðu til afskipta af starfseminni eða ekki. Hið sama á við um æltað afskiptaleysi eftirlitsstofnana bankans sjálfs, regluvarðar og innri endurskoðunar.“„Ótrúverðugt“ að Hreiðar og Sigurður hafi ekki vitað hvernig deildin vannDómurinn telur sannað með vísun til framburðar Birnis og Péturs, sem styðst við framburð Ingólfs og Einars, að verðbréfasalarnir hafi stundað markaðsmisnotkun eins og henni var lýst í ákæru. Eiga þeir að hafa stundað viðskipti með bréf í Kaupþingi að undirlagi Einars Pálma, Ingólfs, Hreiðars og Sigurðar. Dómurinn telur sannað að svo hafi verið og segir þetta um aðkomu Hreiðars og Sigurðar: „[...] þegar höfð er í huga staða ákærðu, Hreiðars Más og Sigurðar, í bankanum er ekki óvarlegt að telja sannað, þrátt fyrir neitun þeirra, að markaðsmisnotkunin hafi einnig verið að undirlagi þeirra. Hér verður að hafa í huga að hún stóð allt ákærutímabilið og fram hefur komið í málinu að deild eigin viðskipta hafi unnið á sama hátt allt frá því að hlutabréf bankans voru sett á markað. Að mati dómsins er ótrúverðugt að æðstu stjórnendum bankans hafi ekki verið kunnugt um hvernig deildin vann.“ Dóminn má lesa í heild sinni hér. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Það er mat fjölskipaðs héraðsdóms að í deild eigin viðskipta hjá Kaupþingi hafi verið stunduð „stórfelld markaðsmisnotkun,“ en sex fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans voru í dag sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Topparnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Inólfur Helgason voru allir sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun auk Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Þá voru undirmenn hans, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, einnig sakfelldir.Ekki fallist á skýringar um að Kaupþing hafi verið með vakt í eigin bréfumÁ ákærutímabilinu keyptu Pétur og Birnir mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta bankans. Vildi ákæruvaldið meina að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða þar sem markmið kaupanna hafi verið að halda verði bréfanna uppi eða koma í veg fyrir að það félli. Þá hafi mikil kaup eigin viðskipta verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfunum ranglega eða misvísandi til kynna. Dómurinn gefur lítið fyrir skýringar ákærðu á því að Kaupþing hafi verið með viðskiptavakt í sjálfum sér í fjölda ára og keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Ákærðu hafi þar af leiðandi talið að starfseminn væri innan ramma laganna auk þess sem öllum hafi verið kunnugt um vaktina, bæði markaðsaðilum sem og eftirlitsaðilum. „Á þetta er ekki hægt að fallast. Hér að framan var starfseminni lýst og komist að þeirri niðurstöðu að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða. Við mat á því skiptir engu máli hvað öðrum kann að hafa verið kunnugt um og heldur ekki hvort eftirlitsaðilar hafi séð ástæðu til afskipta af starfseminni eða ekki. Hið sama á við um æltað afskiptaleysi eftirlitsstofnana bankans sjálfs, regluvarðar og innri endurskoðunar.“„Ótrúverðugt“ að Hreiðar og Sigurður hafi ekki vitað hvernig deildin vannDómurinn telur sannað með vísun til framburðar Birnis og Péturs, sem styðst við framburð Ingólfs og Einars, að verðbréfasalarnir hafi stundað markaðsmisnotkun eins og henni var lýst í ákæru. Eiga þeir að hafa stundað viðskipti með bréf í Kaupþingi að undirlagi Einars Pálma, Ingólfs, Hreiðars og Sigurðar. Dómurinn telur sannað að svo hafi verið og segir þetta um aðkomu Hreiðars og Sigurðar: „[...] þegar höfð er í huga staða ákærðu, Hreiðars Más og Sigurðar, í bankanum er ekki óvarlegt að telja sannað, þrátt fyrir neitun þeirra, að markaðsmisnotkunin hafi einnig verið að undirlagi þeirra. Hér verður að hafa í huga að hún stóð allt ákærutímabilið og fram hefur komið í málinu að deild eigin viðskipta hafi unnið á sama hátt allt frá því að hlutabréf bankans voru sett á markað. Að mati dómsins er ótrúverðugt að æðstu stjórnendum bankans hafi ekki verið kunnugt um hvernig deildin vann.“ Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15
Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15