Körfubolti

Evrópumeistararnir sluppu með skrekkinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Spænsku konurnar fagna innilega í leikslok.
Spænsku konurnar fagna innilega í leikslok. vísir/getty
Titilvörn Evrópumeistara Spánar er enn á lífi eftir dramatískan sigur á Svartfjallalandi, 75-74, í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í körfubolta í dag. Mótið fer fram í Rúmeníu og í Ungverjalandi.

Svartfellska liðið spilaði frábærlega í leiknum og náði eins stigs forskoti, 74-72, með þriggja stiga körfu þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum.

Anna Cruz, leikmaður spænska liðsins, bauð upp á flott tilþrif í næstu sókn þegar hún skoraði af harðfylgi og fékk vítaskot að auki. Hún hitti úr því og kom Spáni einu stigi yfir þegar níu sekúndur voru eftir.

Svartfellingar treystu á Angelicu Robinson í lokasókninni, en hún skoraði flest sig liðsins eða 23 stig. Robinson hitti ekki en Aleksandra Vujovic náði frákastinu og fékk einn séns í viðbót til að tryggja Svartfjallalandi sigur.

Sadrine Gruda var best í liði Frakklands í kvöld.vísir/getty
Skot hennar var aftur á móti varið af hinni mögnuðu Alba Torrens sem var stigahæst allra á vellinum í dag með 28 stig. Dramatískur sigur Spánverja í höfn og fögnuðu meistararnir mikið í leikslok.

Spánn mætir Frakklandi í undanúrslitum, en Frakkar unnu Rússa, 77-74, í spennandi leik í kvöld.

Sadrine Gruda var stigahæst hjá franska liðinu með 23 stig auk þess sem hún gaf tvær stoðsendingar. Epipanny Prince, bandarískur leikmaður í liði Rússlands, var þó stigahæst allra með 31 stig og fimm fráköst.

Undanúrslitin fara fram á morgun en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Serbía og Hvíta-Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×