Fótbolti

Costa á leið til Bayern

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Costa í baráttu við Franck Ribery í leik Bayern og Shakhtar í Meistaradeild Evrópu.
Costa í baráttu við Franck Ribery í leik Bayern og Shakhtar í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Getty
Brasilíumaðurinn Douglas Costa er í þýskum fjölmiðlur sagður vera á leið til stórliðs Bayern München.

Costa er 24 ára Brasilíumaður og á mála hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Hann er nú að spila með landsliði sínu í Suður-Ameríkukeppninni en samkvæmt fréttum í Þýskalandi á eftir að skrifa undir samninga. Munnlegt samkomulag sé þó í höfn.

Costa er hugsaður sem hægri kantmaður hjá Bayern en getur einnig spilað í fleiri stöðum á miðjunni. Hann er sagður efstur á óskalista Pep Guardiola, stjóra Bayern.

Franck Ribery missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla og getur Costa leyst hann af hólmi og verið einnig varaskeifa fyrir Arjen Robben, sem einnig hefur verið meiddur.

Kaupverðið er sagt vera 35 milljónir evra en hann yrði þá þriðji dýrasti leikmaðurinn í sögu Bayern. Aðeins Javi Martinez (40 milljónir) og Mario Götze (37 milljónir) voru dýrari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×