Endir nýrra hraðameta á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2015 13:50 Chevrolet Corvette í Nürburgring brautinni. Með nýjum reglum um hraðatakmarkanir á þýsku Nürburgring kappakstursbrautinni er hætt við því að bílaframleiðendur muni aldrei aftur reyna við eða tilkynna ný met í akstri þessarar 20 km löngu brautar. Þykir mörgum það að vonum súrt í broddi. Ástæða þessara hraðatakmarkana eru tíð slys sem á brautinn hafa orðið og í kjölfar nýlegs slyss þar sem Porsche GT3 fór útúr brautinni og lenti á áhorfanda sem lét lífið hafa þessar takmarkanir verið settir fyrir allan akstur á brautinni. Áður voru takmarkanir í gildi á þeim dögum sem brautin er opin almenningi, en nú á það einnig við í keppnum og þegar bílaframleiðendur eru að prófa nýja bíla sína. Það þýðir að erfitt verður að setja ný hraðamet á brautinni. Einn þeirra bílaframleiðenda sem gráta þessa breytingu er Koenigsegg en meiningin var að setja nýtt brautarmet á Koenigsegg One:1 ofurbílnum. Á ákveðnum stöðum í brautinni gæti sá bíll náð 300 km hraða, en má í hæsta lagi aka þar á 200 km hraða. Á beinustu og lengstu köflum brautarinnar má nú aka á 250 km hraða, en þar gæti Koenigsegg bíllinn náð hátt í 400 km hraða. Því er það líklega ekki til neins fyrir Koenigsegg að reyna að setja nýtt met á brautinni, það mun ekki takast með þessum nýju reglum. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent
Með nýjum reglum um hraðatakmarkanir á þýsku Nürburgring kappakstursbrautinni er hætt við því að bílaframleiðendur muni aldrei aftur reyna við eða tilkynna ný met í akstri þessarar 20 km löngu brautar. Þykir mörgum það að vonum súrt í broddi. Ástæða þessara hraðatakmarkana eru tíð slys sem á brautinn hafa orðið og í kjölfar nýlegs slyss þar sem Porsche GT3 fór útúr brautinni og lenti á áhorfanda sem lét lífið hafa þessar takmarkanir verið settir fyrir allan akstur á brautinni. Áður voru takmarkanir í gildi á þeim dögum sem brautin er opin almenningi, en nú á það einnig við í keppnum og þegar bílaframleiðendur eru að prófa nýja bíla sína. Það þýðir að erfitt verður að setja ný hraðamet á brautinni. Einn þeirra bílaframleiðenda sem gráta þessa breytingu er Koenigsegg en meiningin var að setja nýtt brautarmet á Koenigsegg One:1 ofurbílnum. Á ákveðnum stöðum í brautinni gæti sá bíll náð 300 km hraða, en má í hæsta lagi aka þar á 200 km hraða. Á beinustu og lengstu köflum brautarinnar má nú aka á 250 km hraða, en þar gæti Koenigsegg bíllinn náð hátt í 400 km hraða. Því er það líklega ekki til neins fyrir Koenigsegg að reyna að setja nýtt met á brautinni, það mun ekki takast með þessum nýju reglum.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent