Heiða tryggði sér sæti í úrslitunum með því að vinna Signýju Arnórsdóttir úr GK 2/1 en Heiða tryggði sér sigurinn á sautjándu holunni. Heiða endaði í þriðja sæti í holukeppninni í fyrra.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vann í bráðabana á móti Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK en úrslitin réðust ekki fyrr en á tuttugustu holu.
Heiða hefur aldrei unnið Íslandsmótið í holukeppni en Ólafía Þórunn á möguleika á því að vinna í þriðja sinn.
Anna Sólveig Snorradóttir mætir Signýju Arnórsdóttir í uppgjör tveggja Keiliskvenna um þriðja sætið á mótinu.