Allt í járnum fyrir lokahringinn á Chambers Bay Kári Örn Hinriksson skrifar 21. júní 2015 12:52 Jason Day var augljóslega þjáður á þriðja hring. Getty Það er óhætt að fullyrða að það sé mikil spenna fyrir lokahringinn á US Open en fjórir heimsklassa kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari. Það eru þeir Brendan Grace, Jason Day, Dustin Johnson og Jordan Spieth en næstu menn eru þremur höggum á eftir efstu mönnum á einu höggi undir pari. Chambers Bay völlurinn hefur reynst þátttakendum mjög erfiður en hraðar flatir, mikill vindur og þykkur kargi hafa gert það að verkum að aðeins átta kylfingar eru undir pari eftir 54 holur. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, rétt náði niðurskurðinum í gær en hann er á fjórum höggum yfir pari og ólíklegur til þess að endurtaka leikinn frá 2011 þar sem hann sigraði US Open með fádæma yfirburðum. Frammistöðu gærdagsins átti samt sem áður Jason Day en hann lék hringinn á 68 höggum eða tveimur undir pari þrátt fyrir að vera sýnilega veikur. Day var sýnilega mjög kvalinn á hringnum en hann skalf, var með hita og þurfti að nota verkjalyf einfaldlega til þess að klára leik en áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar að hann setti niður síðasta púttið á 18. holu. Lokahringirnir á US Open eru þekktir fyrir að vera æsispennandi en veislan hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að það sé mikil spenna fyrir lokahringinn á US Open en fjórir heimsklassa kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari. Það eru þeir Brendan Grace, Jason Day, Dustin Johnson og Jordan Spieth en næstu menn eru þremur höggum á eftir efstu mönnum á einu höggi undir pari. Chambers Bay völlurinn hefur reynst þátttakendum mjög erfiður en hraðar flatir, mikill vindur og þykkur kargi hafa gert það að verkum að aðeins átta kylfingar eru undir pari eftir 54 holur. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, rétt náði niðurskurðinum í gær en hann er á fjórum höggum yfir pari og ólíklegur til þess að endurtaka leikinn frá 2011 þar sem hann sigraði US Open með fádæma yfirburðum. Frammistöðu gærdagsins átti samt sem áður Jason Day en hann lék hringinn á 68 höggum eða tveimur undir pari þrátt fyrir að vera sýnilega veikur. Day var sýnilega mjög kvalinn á hringnum en hann skalf, var með hita og þurfti að nota verkjalyf einfaldlega til þess að klára leik en áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar að hann setti niður síðasta púttið á 18. holu. Lokahringirnir á US Open eru þekktir fyrir að vera æsispennandi en veislan hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira