Grikkland er hér með eina þróaða land heimsins á „vanskilaskrá“ AGS, en fyrir á þeim lista eru Afríkuríkin Súdan, Sómalía og Simbabve. Stjórn AGS tekur ekki svo til orða að Grikkland sé í greiðslufalli en það hefur Jeroen Dijsselbloem, formaður fjármálanefndar evruþjóðanna, hinsvegar gert.
Samkvæmt upplýsingum frá AGS hefur gríska ríkið óskað eftir framlenginu á neyðarláninu en Grikkland fær ekki meira fjármagn frá sjóðnum fyrr en það er komið af vanskilaskrá.
Mikil óvissa ríkir um framhaldið. Grikkland er fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir í vanskilum gagnvart AGS og ljóst að fjárhagsvandræðum ríkisins er hvergi nærri lokið. Fjármálaráðherrar evruþjóðanna funda aftur á morgun en þeir höfnuðu fyrr í kvöld beiðni Grikklands um framlengingu á neyðarláninu.
A history of countries with protracted arrears with the IMF (via http://t.co/dlmNVXX7uJ): pic.twitter.com/ALHgOl6vM3
— Alberto Nardelli (@AlbertoNardelli) June 30, 2015