Andlitslyftur Kia Cee´d Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 14:05 Kia Cee´d GT line árgerð 2016. Kia er nú að kynna andlitslyftingu hins vinsæla Cee´d fyrir Evrópumarkað. Fyrir utan heilmiklar og góðar útlitsbreytingar á bílnum er athygliverðasta nýjungin fólgin í nýrri 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu sem fá má í tveimur útfærslum, 99 og 118 hestafla. Enn má fá bílinn með 1,6 lítra dísilvélinni, sem nú hefur fengið nokkra aukahesta, er nú 134 hestöfl í stað 126. Fá má nú dísilútgáfuna með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Kia Cee´d hefur verið á markaði í 9 ár og hefur Kia selt meira en 1 milljón slíkra bíla. Hann keppir í sama stærðarflokki og Volkswagen Golf og Ford Focus og hefur náð talsvert mikilli fótfestu í Evrópu, ekki síst hér á landi. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í kraftaútfærslu, Pro_Cee´d GT og er hann áfram með sömu 201 hestafla vél. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í þremur gerðum, sem 5 dyra hlaðbakur, sem langbakur og sem 3 dyra Pro_Cee´d GT. Kia mun nú einnig bjóða GT Line útfærslu bílsins þar sem útlitið er eins og í Pro_Cee´d GT en vélbúnaðurinn eins og í hefðbundnum Cee´d. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Kia er nú að kynna andlitslyftingu hins vinsæla Cee´d fyrir Evrópumarkað. Fyrir utan heilmiklar og góðar útlitsbreytingar á bílnum er athygliverðasta nýjungin fólgin í nýrri 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu sem fá má í tveimur útfærslum, 99 og 118 hestafla. Enn má fá bílinn með 1,6 lítra dísilvélinni, sem nú hefur fengið nokkra aukahesta, er nú 134 hestöfl í stað 126. Fá má nú dísilútgáfuna með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Kia Cee´d hefur verið á markaði í 9 ár og hefur Kia selt meira en 1 milljón slíkra bíla. Hann keppir í sama stærðarflokki og Volkswagen Golf og Ford Focus og hefur náð talsvert mikilli fótfestu í Evrópu, ekki síst hér á landi. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í kraftaútfærslu, Pro_Cee´d GT og er hann áfram með sömu 201 hestafla vél. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í þremur gerðum, sem 5 dyra hlaðbakur, sem langbakur og sem 3 dyra Pro_Cee´d GT. Kia mun nú einnig bjóða GT Line útfærslu bílsins þar sem útlitið er eins og í Pro_Cee´d GT en vélbúnaðurinn eins og í hefðbundnum Cee´d.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent